Erfir ekki sambýlismann sinn til þrettán ára: "Erum bara klassískt íslenskt par“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:55 Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp." Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á mánudag. Á þeim stutta tíma sem hún hefur verið á þingi hefur henni tekist að beina sjónum að máli sem skiptir hana miklu máli - erfðarétti. Sambýlismaður Karólínu varð bráðkvaddur í aprílmánuði. Þau áttu þrjú börn saman og hann átti son fyrir sem dvelur hjá Karólínu aðra hverja viku.Karólína ásamt manni sínum og börnum.Eins og Morgunblaðið greindi frá í dag fékk Karólína að vita, fljótlega eftir andlátið, að hún erfði ekki manninn sinn þar sem þau voru ekki gift og hún hafi ekki rétt til að sitja í óskiptu búi. Hún segir það hafa verið undarlega tilfinningu að sitja hjá sýslumanni og verið tilkynnt að hún væri ekki erfingi mannsins síns. „Þú mátt ekki búa í húsinu þínu, þú þarft að fá þér lögfræðing og á svona tímum þegar þú ert að syrgja, myrkrið er yfir þér, og þú þarft að hugsa um praktísk mál. Hvað á ég að gera við börnin mín? Þurfa þau fjárhaldsmann? Við hvern á ég að hafa samstarf við? Má ég borga af húsnæðinu mínu?“ Karólína og maðurinn hennar voru trúlofuð í tólf ár og höfðu sannarlega hugsað sér að gifta sig. „Við erum bara klassískt íslenskt par. Við eignuðumst börn og seinkuðum brúðkaupi, fórum í nám og seinkuðum og svo vildi ég bíða aðeins með brúðkaup svo litla stýrið myndi muna eftir því. En með þessu er verið að setja fólk í þá stöðu að það þurfi að gifta sig, í stað þess að það fái að njóta þess.Karólína bendir á að sambúð sé tekin gild hjá öllum stofnunum ríkisins nema sýslumanni. Hún fái til að mynda dánabætur, makalífeyri og hún erfi skuldirnar hans. Hún segir gamaldags í fjölmenningarsamfélagi að sýslumaður taki ekki sambúð gilda í svona málum. „En ég skil að það þurfi að setja einhver mörk, en það væri hægt að breyta lögunum þannig að fólk væri skráð í sambúð að lágmarki í tvö ár eða það sé samskattað." Karólína vill opna umræðuna því hún veit að margir hafa staðið í þessum sporum og það reyni mikið á í miðri sorginni. Næsta skref hjá henni er að safna fé svo hún geti borgað börnin sín út. „Það er ekki grín eins og staðan er í dag á húsnæðismarkaðnum. Ég er 32 ára gömul ekkja með fjögur börn og ég ætla að komast í gegnum greiðslumat. Ég sé ekki hvernig það gengur upp."
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira