Skólabókasöfn hafa ekki notið átaks um eflingu læsis Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Börnum er mismunað eftir búsetu að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Aðgengi að nýjum bókum eykur lestur. nordicphotos/Getty Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Átak menntamálaráðherra til að auka læsi barna hefur ekki skilað sér þangað sem það ætti að gera, að mati formanns Félags fagfólks á skólabókasöfnum. Dósent við Háskólann á Akureyri segir mikilvægt að halda nýjum bókum að börnum til að efla læsi þeirra. Heiða Rúnarsdóttir, formaður Félags fagfólks á skólabókasöfnum, segir mörg skólabókasöfn svelta. Fjármagn sé af skornum skammti til bókakaupa sem er hornsteinn í því að fá börn til að lesa bækur. „Það er ekkert lágmark á fjármagni sem veitt er til bókasafna skólanna heldur er þetta sett í hendur skólastjórnenda hvers skóla. Ef skólabókasöfn eru heppin fá þau fjármagn en til eru dæmi um að bókasöfn fái ekkert fjármagn til að kaupa nýjar bækur,“ segir Heiða.Brynhildur ÞórarinsdóttirÞannig verður það að ekki sitja nemendur allra skóla við sama borð. Einnig getur verið mikill munur á útgjöldum til bókakaupa innan sveitarfélaga og fer því eftir skólahverfum hvort bókasöfn eigi nýja titla fyrir börn eða ekki. „Það eru nýjustu bækurnar sem börnin vilja lesa. Bækurnar sem verið er að tala um og gefa út, til að mynda í tengslum við kvikmyndir. Við byggjum ekkert á gömlum kosti,“ segir Heiða. „Ef við viljum fá börn til að lesa meira þurfum við að gefa þeim betri aðgang að bókum. Það þarf að koma þeim á bragðið, veita þeim aðgang að heimi sem þau sogast inn í,“ segir Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. „Maður kemur þeim ekki á bragðið með hálftómum skólabókasöfnum. Við þurfum nýjar og spennandi barnabækur innan seilingar. Það er margsannað að uppeldi innan um bækur, að sjá fullorðna, jafnaldra eða eldri börn lesa, það eykur áhuga á lestri og eykur lestur barna.“ Á síðasta kjörtímabili hóf Illugi Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra, herferð til að efla læsi í skólum. Settir voru milljónatugir í verkefnið. Heiða segir skólasöfnin hafa algjörlega verið skilin út undan í þeirri herferð. „Nei, það átak hefur ekkert auðveldað okkur að kaupa bækur. Við finnum ekki fyrir stuðningi til að efla læsi. Einnig má velta fyrir sér að Reykjavíkurborg er bókmenntaborg UNESCO en á sama tíma hefur ekkert gerst með að auðvelda aðgengi okkar að nýjum bókum.“ Frá 1. janúar 2014 til loka árs 2015 hafði ráðuneyti menntamála samtals greitt um 25 milljónir króna vegna verkefnis um læsi. Meirihluti þess fjár fór til ráðgjafarfyrirtækja og umboðsskrifstofunnar Prime vegna lags sem Ingólfur Þórarinsson söng á hringferð um landið.Lagið má heyra hér að neðan.Skipting milljónanna 25LC ráðgjöf 11,6 milljónir kr. Maryanna Wolf 731 þúsund kr. Umboðsskrifstofan Prime 5 milljónir kr. Árnasynir slf. 7,4 milljónir kr. Uppfært klukkan 14:37Í fyrri útgáfu fréttarinnar var umboðsskrifstofan Prime kölluð Promo. Beðist er velvirðingar á þessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira