Slógu í gegn með söngleik Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2017 10:30 Söngleikurinn gerist um borð í skemmtiferðaskipi og fjallar um ástir og örlög farþeganna. Mynd/James Kennedy Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“ Skagaströnd Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
Leiklistarlífið blómstrar hér á Skagaströnd þessa dagana. Sýningin Allt er nú til sló í gegn þannig að við bættum við aukasýningum,“ segir Ástrós Elísdóttir sem er að ljúka öðrum vetri sem kennari í leiklist við Höfðaskóla. „Af 31 krakka í unglingadeild völdu 24 leiklist sem valfag. Auk þess bættust þrír við á lokasprettinum.“ Í fyrra setti Ástrós upp Mamma mia! með unglingunum í Höfðaskóla, í harðri samkeppni við Borgarleikhúsið. „Ég vann í Borgarleikhúsinu áður en ég kom hingað og fékk handritið eftir Þórarin Eldjárn lánað, stytti og breytti. Nú fannst mér Anything goes, með tónlist eftir Cole Porter, henta langbest en sá söngleikur hefur aldrei verið settur upp hér á landi og ég sótti um sýningar- og þýðingarrétt til Bandaríkjanna,“ segir Ástrós sem þýddi verkið og breytti textunum þannig að þeir yrðu sönghæfir.„Nemendur voru mjög metnaðarfullir og duglegir og leikmynd sem Trésmiðja Helga Gunnars setti upp með krökkunum var glæsileg. Svo hjálpuðumst við að með hár og förðun, krakkarnir voru nýbúnir að keppa í Stíl, á vegum Samfés, þar sem þeir tóku 1. sætið fyrir förðun,“ segir hún. Ástrós var í söngsveitinni Rokklingunum sem barn. Nú er hún leikhúsfræðingur, lærður leiðsögumaður og er að ljúka meistaranámi í ritlist – með vinnunni. Hún kveðst engin tengsl hafa haft við Skagaströnd áður en hún flutti þangað. „Maðurinn minn er sjávarlíffræðingur og fékk góða vinnu hér þannig að við slógum til. Nú eigum við átta mánaða barn og faðirinn var í fæðingarorlofi meðan mesta törnin var hjá mér með unglingunum.“
Skagaströnd Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira