Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 00:15 Símar af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 voru innkallaðir eftir að rafhlöður í þeim reyndust gallaðar. Vísir/Getty Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. Í viðtalinu er vísað í mál Ásgerðar Pálsdóttur, sem Vísir fjallaði um í vikunni, en rafhlaða í Samsung-síma hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi á laugardag. Sími hennar var nokkurra ára gamall og af gerðinni Samsung Galaxy 4. Þá hafa einnig tíðar fréttir borist af vandræðum símaframleiðandans Samsung sem þurfti nýlega að innkalla fjölda síma af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 vegna rafhlaða sem ofhitnuðu og sprungu.Vandamálið skrifast á markaðsþrýstingKristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var inntur eftir því hvað gerðist innan í liþín-rafhlöðum, sem notaðar eru í snjallsíma á borð við þá sem Samsung framleiðir, þegar þær springa. „Það virðist vera að eitthvað fari úrskeiðis í rafhlöðunni sem veldur því að það verður mjög hröð afhleðsla, eða skammhlaup, af því að rafhlöður eru náttúrulega bara leið til þess að geyma orku. Það sem við viljum er að reyna að pakka eins mikilli orku og hægt er inn í rafhlöðuna,“ segir Kristján. Hann segir vandamálið að einhverju leyti skrifast á markaðsþrýsting en farsímaframleiðendur eru í stöðugri samkeppni um að framleiða rafhlöður sem endast lengi, eru fljótar að hlaðast og auk þess bæði litlar og léttar. „Það er ákveðinn þrýstingur á þessum farsímaframleiðendum að búa til batterí sem endast lengur og er fljótlegra að hlaða. Þetta er kannski eitt af þeim atriðum sem samkeppnin á milli þeirra snýst um, þannig að það er alltaf verið að reyna að pakka meiri og meiri orku inn í minni og léttari rafhlöður, sem á sama tíma á að vera fljótlegt að hlaða upp. Á sama tíma á öryggið að vera númer eitt, tvö og þrjú og framleiðendur eiga ekki að senda frá sér vöru sem ekki stenst það að vera í almennri notkun. En þarna hefur orðið misbrestur á.“Rafhlöðuþróun heldur ekki í við þróun annarrar tækniÞá eru framleiðendur einnig í kapphlaupi við rafbúnað á borð við myndavélar og snertiskjái, sem einnig er notaður við framleiðslu snjallsíma. Þróun rafhlaða hefur ekki haldist í hendur við þróun annars rafbúnaðar og rafhlöðurnar ráða því ekki við búnaðinn. „Auðvitað eru allir örugglega að vinna í því dag og nótt að reyna að finna upp betri batterí en sú þróun hefur ekki orðið nærri því eins hröð og í rafbúnaðinum sjálfum.“ Kristján segir vandamálið með símarafhlöðurnar liggja í því hvað þær þurfa að vera þunnar og léttar en geyma samt hlutfallslega mikla orku á þyngdareiningu, sem orsakast af keyrslu á flóknum rafbúnaði sem rafhlöðurnar standa ekki undir. Kristján segir einnig hafa borið á vandkvæðum í þróun næstu kynslóðar af rafhlöðum. Fyrst og fremst sé ábyrgðin hjá framleiðendum en neytendur þurfi einnig að vera vakandi. „Auðvitað eiga framleiðendurnir að tryggja það að þetta bara gerist ekki, þeir eiga ekki að senda vörur á markað nema það sé búið að prófa þær út í eitt.“ Tengdar fréttir Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. Í viðtalinu er vísað í mál Ásgerðar Pálsdóttur, sem Vísir fjallaði um í vikunni, en rafhlaða í Samsung-síma hennar sprakk þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. „Ég sný mér við og þá er síminn búinn að lyftast lengst frá borðinu og þá kemur þessi svaka sprenging og eldur og batteríið þeytist úr honum. Síminn dettur aftur á glerborðið en batteríið þeytist upp í loftið með eldsprengjum með sér og dettur á gólfið,“ sagði Ásgerður í samtali við Vísi á laugardag. Sími hennar var nokkurra ára gamall og af gerðinni Samsung Galaxy 4. Þá hafa einnig tíðar fréttir borist af vandræðum símaframleiðandans Samsung sem þurfti nýlega að innkalla fjölda síma af gerðinni Samsung Galaxy Note 7 vegna rafhlaða sem ofhitnuðu og sprungu.Vandamálið skrifast á markaðsþrýstingKristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var inntur eftir því hvað gerðist innan í liþín-rafhlöðum, sem notaðar eru í snjallsíma á borð við þá sem Samsung framleiðir, þegar þær springa. „Það virðist vera að eitthvað fari úrskeiðis í rafhlöðunni sem veldur því að það verður mjög hröð afhleðsla, eða skammhlaup, af því að rafhlöður eru náttúrulega bara leið til þess að geyma orku. Það sem við viljum er að reyna að pakka eins mikilli orku og hægt er inn í rafhlöðuna,“ segir Kristján. Hann segir vandamálið að einhverju leyti skrifast á markaðsþrýsting en farsímaframleiðendur eru í stöðugri samkeppni um að framleiða rafhlöður sem endast lengi, eru fljótar að hlaðast og auk þess bæði litlar og léttar. „Það er ákveðinn þrýstingur á þessum farsímaframleiðendum að búa til batterí sem endast lengur og er fljótlegra að hlaða. Þetta er kannski eitt af þeim atriðum sem samkeppnin á milli þeirra snýst um, þannig að það er alltaf verið að reyna að pakka meiri og meiri orku inn í minni og léttari rafhlöður, sem á sama tíma á að vera fljótlegt að hlaða upp. Á sama tíma á öryggið að vera númer eitt, tvö og þrjú og framleiðendur eiga ekki að senda frá sér vöru sem ekki stenst það að vera í almennri notkun. En þarna hefur orðið misbrestur á.“Rafhlöðuþróun heldur ekki í við þróun annarrar tækniÞá eru framleiðendur einnig í kapphlaupi við rafbúnað á borð við myndavélar og snertiskjái, sem einnig er notaður við framleiðslu snjallsíma. Þróun rafhlaða hefur ekki haldist í hendur við þróun annars rafbúnaðar og rafhlöðurnar ráða því ekki við búnaðinn. „Auðvitað eru allir örugglega að vinna í því dag og nótt að reyna að finna upp betri batterí en sú þróun hefur ekki orðið nærri því eins hröð og í rafbúnaðinum sjálfum.“ Kristján segir vandamálið með símarafhlöðurnar liggja í því hvað þær þurfa að vera þunnar og léttar en geyma samt hlutfallslega mikla orku á þyngdareiningu, sem orsakast af keyrslu á flóknum rafbúnaði sem rafhlöðurnar standa ekki undir. Kristján segir einnig hafa borið á vandkvæðum í þróun næstu kynslóðar af rafhlöðum. Fyrst og fremst sé ábyrgðin hjá framleiðendum en neytendur þurfi einnig að vera vakandi. „Auðvitað eiga framleiðendurnir að tryggja það að þetta bara gerist ekki, þeir eiga ekki að senda vörur á markað nema það sé búið að prófa þær út í eitt.“
Tengdar fréttir Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05