Spyr hvað fólkið sem felldi tár ætli að gera í málunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 09:56 Atriði úr auglýsingunni sem sjá má hér að neðan í heild sinni. Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017 EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Bryndís Gunnlaugsdóttir, körfuboltakempa og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Grindavík, gerir nýja auglýsingu Icelandair í tilefni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Hún segist hafa fengið tár í augun eins og hálf þjóðin en það sem skipti máli sé að gera eitthvað í málunum. Ekki gráta og aðhafast ekkert. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið mikla athygli þar sem fylgst er með ungri stelpu mæta mótlæti í yngri flokkum knattspyrnu þar sem drengir eru í fyrsta sæti og stúlkur ekki. Skilaboðin eru þau að gefast ekki upp þótt á móti blási og gefur auglýsingin til kynna að um uppvaxtarár Margrétar Láru Viðarsdóttur, landsliðsfyrirliða og markahæsta landsliðsmann Íslandssögunnar, sé að ræða.Bryndís Gunnlaugsdóttir.„Ég eins og hálf þjóðin fékk tár í augun við að sjá hjartnæma auglýsingu Icelandair tengda EM kvenna í knattspyrnu. Þar var sýnt það órétti sem mætir almennt konum í íþróttum, fá ekki að vera með, þurfa að hafa meira fyrir þessu, fá minni bikar og svo mætti lengi telja,“ segir Bryndís í pistli sínum. „Stór hluti þjóðarinnar er sammála því að þetta er ósanngjarnt og þau vilja ekki hafa samfélagið okkar svona - þess vegna komu tárin - en hvað ætlar þetta sama fólk að gera núna? Svona auglýsingar skila engum árangri ef þeir sem gráta yfir auglýsingunni breyta ekki hegðun sinni og leggja sitt af mörkum.“ Bryndís leggur til að fólk sem varð fyrir áhrifum af auglýsingunni geri eitthvað í málunum. Birtir hún lista með tillögum sínum til að styrkja kvennaíþróttir. 1) Ef þú átt fyrirtæki - stattu með kveníþróttum og þegar þú styrkir íþróttafélag taktu fram að þú viljir að skipting fjármuna sé 50/50 í kk og kvk (öll önnur skipting er misrétti) 2) Ef þú ert fyrrverandi íþróttakona í EINHVERRI íþrótt - farðu í þitt gamla félag eða félag sem er nálægt þér og leggðu þitt af mörkum sem stjórnarmaður, sjálfboðaliði, þjálfari, fjáraflari eða hvað annað sem hægt er að gera til að styðja við kveníþróttir 3) Ef þú ert í stjórn íþróttafélags - sjáðu til þess að umgjörð og metnaður félagsins sé sambærilegur fyrir bæði kyn. 4) Viltu fá meiri árangur hjá kvennaliðum? Settu þá hæfa þjálfara á kvenNlið - það er allt of algengt að kvenlið fá lélegri þjálfara - bæði reynsluminni og minna menntaðir. Augljóslega mun árangurinn og metnaðurinn vera í samræmi við það! 5) Ertu karlmaður? Taktu þátt í jafnréttisbaráttunni því allir karlmenn eiga a.m.k. móður og ef ekki fyrir móður þína þá fyrir allar aðrar konur í lífi þínu - nú eða fyrir drengi þína því ójafnrétti kynja bitnar á báðum kynum. 6) Mættu á leik og keppni hjá kveníþróttum Bryndís var á dögunum heiðruð á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands fyrir hennar framlag til íþróttarinnar en hún hefur gegnt stjórnarstörfum og unnið sjálfboðaliðastarf fyrir hreyfinguna undanfarin ár. Hennar skilaboð eru skýr: „Ekki gráta og gera svo ekkert!!!“Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Grátandi og með gæsahúð: „Fáránlegt að Icelandair auglýsingin hafi ekki komist áfram“ Óhætt er að segja að ný auglýsing Icelandair fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi í sumar hafi vakið mikil viðbrögð á Twitter í gær. Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta eru í aðalhlutverki en auglýsingin fjallar um mótlætið sem þær hafa þurft að takast á við á ferlinum. 10. maí 2017 10:45