Portúgal á toppnum: Tár, bros og takkaskór Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 14. maí 2017 19:30 „Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag. Eurovision Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Portúgalska þjóðin sameinaðist með þessu lagi,“ segir Pedro Miguel de Almeida, portúgalskur blaðamaður. Portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. „Þetta lag er með einstakan boðskap, svo sterkan að öll Evrópu heyrði hann. Það er hægt að ná öllu fram með ást og við fundum fyrir ást frá Evrópu.“ „Hann var með mikil skilaboð að nú skildum við hætta þessum umbúðum og fara bara að semja alvöru tónlist,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kænugarði. „Það er svolítið magnað að síðustu tvö ár hafa lög með mjög sterk skilaboð unnið. Sennilega fara allir jazzarar á Íslandi að semja lag fyrir næsta ár.“ „Ég er gríðarlega ánægður og ég vona að lagið verði til þess að keppnin fari aftur í alvöru lagagerð og söng,“ segir Heider Ines, portúgalskur blaðamaður. Það voru ekki allir alveg sáttir með úrslit gærkvöldsins. „Auðvitað erum við nokkuð ánægðir með áttunda sætið en við erum samt mjög ósátt við dómnefndirnar í Evrópu,“ segir Ungverjinn Gábor Vðrðs, útvarpsmaður og sjónvarpsmaður frá Ungverjalandi. „Ég var skil þetta ekki og ég er nokkuð viss um að allir séu mjög ánægðir með það að Eurovision verði á næsta ári í Lissabon en ég var að fá símtal frá yfirmanni mínum sem tilkynnti mér að hann hefði ekki efni á því að senda mig til Portúgals á næsta ári.“ Portúgalskir fjölmiðlamenn hvöttu alla Evrópu til þess að flytja sín lög á móðurmálinu. „Það er rosalega gaman að sjá að lög sem eru sungin á móðurmálinu er að gera það svona rosalega gott. Ef íslenskir lagahöfundar vilja gera það þá er það bara alveg frábært. Ég á líf er kannski besta dæmið, það er bara það lag sem hefur gengið hvað best undanfarin ár.“ Portúgal vann EM í Frakklandi í knattspyrnu á síðasta ári og er þjóðin því algjörlega á toppnum í Evrópu í dag.
Eurovision Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira