Innlent

Slasaðist við að ganga á glerhurð verslunar en fær ekki bætur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rétt er að taka fram að myndin sýnir þýska hurð og konu sem tengjast fréttinni ekki. Myndinni fylgdu ekki upplýsingar um hvort konan hefði komist klakklaust framhjá hurðinni.
Rétt er að taka fram að myndin sýnir þýska hurð og konu sem tengjast fréttinni ekki. Myndinni fylgdu ekki upplýsingar um hvort konan hefði komist klakklaust framhjá hurðinni. vísir/getty
Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað greiðslu bóta til konu vegna tjóns sem hún varð fyrir er hún gekk á glerhurð verslunar. Verslunin var ábyrgðartryggð.

Konan ætlaði að ganga inn í verslun í gegnum glerhurð sem hún taldi alla jafna opna á sumartíma. Hurðin opnaðist ekki og gekk hún harkalega á hurðina og slasaði sig. Taldi hún að verslunin hefði brotið gegn reglum með því að merkja ekki greinilega að hurðin opnaðist ekki.

Vátryggingafélag verslunarinnar sagði hins vegar að umrædd hurð væri aldrei opin. Alltaf sé stafli af vörum við hana og „ætti enginn að ganga á hurðina nema meiningin sé að ganga yfir vörurnar fyrir aftan hana“.

Úrskurðarnefndin taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að frágangur glerhurðarinnar bryti gegn reglum. Ekki var heldur talið að frágangur verslunarinnar á vörunum hefði verið óforsvaranlegur. Bótaskyldu var því hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×