Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 13:31 Jón Ásgeir Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA „Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson í yfirlýsingu, sem hann birtir á nýjum vef sínum, vegna dóms Mannréttindadómstóls Evópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn honum og Tryggva Jónssyni fyrir íslenskum dómstólum. Um var að ræða málaferli tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélags Gaums. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu ásamt Kristínu Jóhannesdóttur skilorðsbundinn dóm árið 2013 fyrir skattalagabrot, en þeir kærðu dóminn til Mannréttindadómstólsins þar sem þeir sögðu málið brjóta gegn meginreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð. Áður höfðu þeir verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir sömu brot. Á vef sínum veltir Jón Ásgeir fyrir sér hver ætli að axla ábyrgð á síendurteknum mannréttindabrotum íslenskra yfirvalda. „Ég hef ekki kynnt mér efni dómsins til hlítar en þetta eru virkilega góðar fréttir. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart enda er hún í samræmi við fyrri dóma mannréttindadómstólsins sem kveðnir hafa verið upp allt frá árinu 2009. Mér finnst umhugsunarefni að hér á landi var engu breytt í refsimeðferð skattamála þótt mál mitt hefði verið tekið til efnismeðferðar hjá mannréttindadómstólnum og fyrir lægju fordæmi um að íslenska kerfið stæðist ekki. Ríkin í kringum okkur brugðust allt öðru vísi við og reyndi að aðlaga sína framkvæmd niðurstöðum mannréttindadómstólsins. Ég hef barist gegn hinum ýmsu öngum stjórnvalda í réttarsölum landsins undanfarin fimmtán ár og haft það oftar en ekki á tilfinningunni að pottur væri brotin í íslensku réttarkerfi. Niðurstaðan staðfestir þennan grun minn og staðfestir líka sem betur fer að íslenska réttarkerfið er ekki, eitt réttarkerfa í Evrópu, undanþegið Mannréttindasáttamála Evrópu,“ segir Jón. Hann spyr hvort fyrrverandi eða núverandi ráðherrar og stjórnmálamenn, héraðsdómarar eða hæstaréttardómarar, fyrrverandi og núverandi, muni sæta ábyrgð. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið. Nú tekur við hjá mér að skoða dóminn frá öllum hliðum áður en næstu skref í málinu verða ákveðin.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 18. maí 2017 08:47