Tekst á við sársaukann í gegnum tónlistina Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. maí 2017 10:30 Jóhann greindist með sjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu árið 2012. Mynd/Lone Wolf Productions Við vorum að gefa út okkar fjórðu plötu, The Four Doors of the Mind, nú á dögunum. Við tókum upp plötuna í fyrra en mig hefur langað til að gefa út þessa plötu í langan tíma. Í fyrsta skiptið er ég ekki að nota eigin ljóð heldur ljóð nafna míns, Jóhanns Sigurjónssonar – sem orti til dæmis Sofðu unga ástin mín. Það er brætt saman við skrif bókahöfundarins Patrick Rothfuss sem skrifaði einmitt um þessar fjórar dyr hugans sem platan heitir eftir. Þessar fjórar dyr hugans eru sem sagt tæki til að takast á við sársauka,“ segir Jóhann Örn Sigurjónsson úr hljómsveitinni Dynfara sem heldur útgáfutónleika 10. júní næstkomandi. Hluti ágóðans af tónleikunum mun renna til renna til Crohn's og Colitis ulcerosa samtakanna (CCU) en í dag er einmitt alþjóðlegur dagur IBD-sjúkdóma. Ástæða þess að sársaukinn var innblástur á plötunni er sú að Jóhann er sjálfur greindur með sáraristilbólgu.„Árið 2012 var ég greindur með sjálfsofnæmissjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu. Það hefur engin lækning verið fundin við þessum sjúkdómi og það er mjög lítið vitað um eðli og orsakir sjúkdómsins. Þetta er meltingarsjúkdómur sem lýsir sér með sárum og bólgum í meltingarfærum og veldur kvalafullum kviðverkjum, þyngdartapi og auðvitað fer maður oftar á dolluna en eðlilegt gæti talist. Ég þjáðist mikið af þessu fyrir svona fjórum, fimm árum síðan. Ég fékk margar kveisur, prófaði alls konar lyfjagjafir og var speglaður og allt þetta. Síðan datt ég niður á lyfjasamsetningu sem virkaði á mig þannig að ég er búinn að vera í sjúkdómshléi í um það bil fjögur ár núna. Ég tek þrjár tegundir lyfja daglega og bætiefni. Einkennin ganga dálítið í bylgjum – ég prófaði að minnka skammtinn og fann þá strax að sjúkdómurinn kraumar þarna enn þá. Það geta alveg komið bakslög með skömmum fyrirvara – svona sjúkdómshlé er ekkert varanlegt, það hefur varað í fjögur ár núna en maður veit ekki hvað gerist.“ Jóhann tekur fram að hann sé alls ekki að leita að vorkunn eða einhverri ódýrri leið til að koma hljómsveitinni sinni á framfæri heldur sé þetta hans persónulega úrvinnsla á sjúkdómnum og þeim sársauka sem honum fylgir. „Það tók svolítið á að koma á framfæri hvað innra með mér dró mig út í það að syngja og öskra á sviði um sársauka og hvernig það er hægt að takast á við hann – en eftir að ég komst að því hvað fékk mig til að vilja gera þetta þá vildi ég svolítið varpa þessari hreinskilni út í kosmósið. Síst af öllu vil ég að eitthvað sem er hluti af líkama mínum sé tabú; sama hvort mér líkar betur eða verr þá mun þessi sjúkdómur vera hluti af lífi mínu þangað til ég dey. Á meðan ég er hraustur vil ég nota krafta mína í að skapa eitthvað sem vekur aðra til umhugsunar um hvað lífið er í raun og veru stutt.“Tónleikarnir fara fram á Gauknum þann 10. júní næstkomandi. Ásamt þeim kemur hljómsveitin Auðn fram og miðaverð er 2.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til CCU eins og áður sagði. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Við vorum að gefa út okkar fjórðu plötu, The Four Doors of the Mind, nú á dögunum. Við tókum upp plötuna í fyrra en mig hefur langað til að gefa út þessa plötu í langan tíma. Í fyrsta skiptið er ég ekki að nota eigin ljóð heldur ljóð nafna míns, Jóhanns Sigurjónssonar – sem orti til dæmis Sofðu unga ástin mín. Það er brætt saman við skrif bókahöfundarins Patrick Rothfuss sem skrifaði einmitt um þessar fjórar dyr hugans sem platan heitir eftir. Þessar fjórar dyr hugans eru sem sagt tæki til að takast á við sársauka,“ segir Jóhann Örn Sigurjónsson úr hljómsveitinni Dynfara sem heldur útgáfutónleika 10. júní næstkomandi. Hluti ágóðans af tónleikunum mun renna til renna til Crohn's og Colitis ulcerosa samtakanna (CCU) en í dag er einmitt alþjóðlegur dagur IBD-sjúkdóma. Ástæða þess að sársaukinn var innblástur á plötunni er sú að Jóhann er sjálfur greindur með sáraristilbólgu.„Árið 2012 var ég greindur með sjálfsofnæmissjúkdóminn colitis ulcerosa eða sáraristilbólgu. Það hefur engin lækning verið fundin við þessum sjúkdómi og það er mjög lítið vitað um eðli og orsakir sjúkdómsins. Þetta er meltingarsjúkdómur sem lýsir sér með sárum og bólgum í meltingarfærum og veldur kvalafullum kviðverkjum, þyngdartapi og auðvitað fer maður oftar á dolluna en eðlilegt gæti talist. Ég þjáðist mikið af þessu fyrir svona fjórum, fimm árum síðan. Ég fékk margar kveisur, prófaði alls konar lyfjagjafir og var speglaður og allt þetta. Síðan datt ég niður á lyfjasamsetningu sem virkaði á mig þannig að ég er búinn að vera í sjúkdómshléi í um það bil fjögur ár núna. Ég tek þrjár tegundir lyfja daglega og bætiefni. Einkennin ganga dálítið í bylgjum – ég prófaði að minnka skammtinn og fann þá strax að sjúkdómurinn kraumar þarna enn þá. Það geta alveg komið bakslög með skömmum fyrirvara – svona sjúkdómshlé er ekkert varanlegt, það hefur varað í fjögur ár núna en maður veit ekki hvað gerist.“ Jóhann tekur fram að hann sé alls ekki að leita að vorkunn eða einhverri ódýrri leið til að koma hljómsveitinni sinni á framfæri heldur sé þetta hans persónulega úrvinnsla á sjúkdómnum og þeim sársauka sem honum fylgir. „Það tók svolítið á að koma á framfæri hvað innra með mér dró mig út í það að syngja og öskra á sviði um sársauka og hvernig það er hægt að takast á við hann – en eftir að ég komst að því hvað fékk mig til að vilja gera þetta þá vildi ég svolítið varpa þessari hreinskilni út í kosmósið. Síst af öllu vil ég að eitthvað sem er hluti af líkama mínum sé tabú; sama hvort mér líkar betur eða verr þá mun þessi sjúkdómur vera hluti af lífi mínu þangað til ég dey. Á meðan ég er hraustur vil ég nota krafta mína í að skapa eitthvað sem vekur aðra til umhugsunar um hvað lífið er í raun og veru stutt.“Tónleikarnir fara fram á Gauknum þann 10. júní næstkomandi. Ásamt þeim kemur hljómsveitin Auðn fram og miðaverð er 2.000 krónur og mun hluti ágóðans renna til CCU eins og áður sagði.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira