Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:25 Mirra Sjöfn afhenti Kristjáni Þór undirskriftalistann. vísir/gva Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira