Tólf hundruð mótmæla áformum um sameiningu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:25 Mirra Sjöfn afhenti Kristjáni Þór undirskriftalistann. vísir/gva Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra fékk afhentan undirskriftalista í dag með 1200 undirskriftum þar sem sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans er mótmælt. Skólameistarar skólanna tveggja og ráðherra funduðu í morgun vegna áformanna. Fyrirhuguð sameining hefur verið umdeild og fallið í grýttan jarðveg meðal nemenda og kennara við Fjölbraut í Ármúla. Þá hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis gagnrýnt áformin meðal annars vegna þess að málið kom ekki til kasta þingsins, en ákvörðunarvald liggur hjá ráðherra. Hvorugur skólameistaranna hefur viljað tjá sig um málið við fréttastofu, en Kristján Þór Júlíusson sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Allsherjar- og menntamálanefnd kemur saman klukkan hálf tvö til þess að ræða málið og munu gestir koma fyrir nefndina, samkvæmt dagskrá. Nemendur við Ármúla hafa sagst uggandi yfir stöðunni og efndu til undirskriftasöfnunar vegna málsins. Tólf hundruð undirskriftir hafa safnast og verða þær afhendar ráðherra eftir hádegi í dag. Um er að ræða undirskriftir frá kennurum, nemendum og velunnurum Ármúla. Mirra Sjöfn Jónasdóttir nemandi stóð fyrir söfnuninni. „Við viljum ekki meiri einkavæðingu í fyrsta lagi. Í öðru lagi hvernig var farið að þessu. Það á að vera í samráði við kennara, starfsfólk og nemendur líka í skólum ef það á að gera svona. Það var ekki gert. Og tímasetningin var algjörlega röng “ Hún segir nemendur afar ósátta. „Þeir hafa allir verið mjög ósáttir og það var mjög erfitt að fá að vita þetta bara rétt fyrir próf og ég held að það hafi örugglega ekki hjálpað einbeitingunni í próflestri að vita með óvissuna af þessum fréttum,“ segir Mirra Sjöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Kristjáni Þór í morgun sagðist hann ætla að taka glaður á móti undirskriftunum. „Ég móttek þær bara með ánægju. Það er gott að vita af góðum hug til skólans," sagði Kristján Þór.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira