Tóku fyrstu skóflustunguna að 201 Smára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 18:22 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, tóku fyrstu skóflustunguna að 201 Smára í dag. Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi í Kópavogi, 201 Smára, var tekin í dag. Það voru þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem tóku skóflustunguna að fyrsta áfanga hverfisins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða 620 íbúðir í byggð sem mun rísa í Smáranum, það er sunnan Smáralindar, og hefur byggðin fengið nafnið 201 Smári. 57 íbúðir verða byggðar nú í fyrsta áfanga en þær eru tveggja til fjögurra herbergja. Aðalhönnuðurinn er Arkís og hefur verið samið við ÍAV um verktöku. Miðað er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í árslok 2018 en að hafist verði handa við næsta áfanga verkefnis strax næsta haust. „Nú er að hefjast nýr kafli í uppbyggingu á Smáralindarsvæðinu sem er einkar ánægjulegt. Væntanlegir íbúar munu njóta þess að búa á frábærum stað miðsvæðis í hverfi þar sem öll þjónusta er til staðar, skólar og verslun,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í tilkynningu. „Við erum afar ánægð að hefja nú framkvæmdir við þetta spennandi og glæsilega hverfi. Hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Almenningi hefur meðal annars gefist tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins með aðstoð gagnvirks vefsvæðis og var þátttaka mjög mikil,“ er haft eftir Ingva Jónassyni, framkvæmdastjóra Klasa, í tilkynningu. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi í Kópavogi, 201 Smára, var tekin í dag. Það voru þau Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem tóku skóflustunguna að fyrsta áfanga hverfisins. Að því er fram kemur í tilkynningu er um að ræða 620 íbúðir í byggð sem mun rísa í Smáranum, það er sunnan Smáralindar, og hefur byggðin fengið nafnið 201 Smári. 57 íbúðir verða byggðar nú í fyrsta áfanga en þær eru tveggja til fjögurra herbergja. Aðalhönnuðurinn er Arkís og hefur verið samið við ÍAV um verktöku. Miðað er við að framkvæmdum við þennan áfanga ljúki í árslok 2018 en að hafist verði handa við næsta áfanga verkefnis strax næsta haust. „Nú er að hefjast nýr kafli í uppbyggingu á Smáralindarsvæðinu sem er einkar ánægjulegt. Væntanlegir íbúar munu njóta þess að búa á frábærum stað miðsvæðis í hverfi þar sem öll þjónusta er til staðar, skólar og verslun,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í tilkynningu. „Við erum afar ánægð að hefja nú framkvæmdir við þetta spennandi og glæsilega hverfi. Hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Almenningi hefur meðal annars gefist tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins með aðstoð gagnvirks vefsvæðis og var þátttaka mjög mikil,“ er haft eftir Ingva Jónassyni, framkvæmdastjóra Klasa, í tilkynningu.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira