iLoveMakonnen vildi ólmur til Íslands Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. maí 2017 17:00 iLoveMakonnen hefur unnið með mörgum stærstu nöfnunum í rappbransanum. „Þetta var mikið ferli. Við byrjuðum á þessu í byrjun janúar og þessu var í raun ekki lokið fyrr en núna um daginn. Við sendum lista á fullt af listamönnum sem við höfðum áhuga á að myndu koma – það kom í ljós að hann hafði í raun jafn mikinn áhuga á að koma hingað og við að fá hann. Hann ætlar að vera hérna í þrjá daga á eigin kostnað – verður í fimm daga á landinu í heildina,“ segir Samúel Ásberg O’Neill úr nemendafélagi MK, sem ásamt Guðlaugi Þór Ingólfssyni, Andra Sveini Ingólfssyni, Hrafni Lárusi Björnssyni, Sævari Karli Svanssyni og Vigni Erni Ágústssyni stóð í því að koma rapparanum iLoveMakonnen til landsins. Samúel segir það mjög óvanalegt að stórt nafn eins og Makonnen mæti hingað til Íslands en hans síðasta gigg var að spila fyrir 150 þúsund manns á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. Á ballinu hjá þeim gætu allt frá 700-1.800 manns mætt á svæðið. Samúel segir það vera skemmtilegt að skóli sem er minna þekktur en til að mynda Verzló nái að flytja inn listamann af þessu kalíberi. „Við erum að stefna á stærsta ballið í sögu a.m.k. okkar nemendafélags. Þetta er líka í fyrsta sinn í sögu okkar nemendafélags sem við flytjum einhvern inn, hvort sem er frá Evrópu eða hvaðan sem er, og líka bara svona stóran gaur sem hefur gert lag með Drake sem er með 300 milljón spilanir á YouTube.“ Ballið fer síðan fram fimmtudaginn 4. maí í reiðhöllinni í Víðidal.Hinn litríki iLoveMakonnen ILoveMakonnen er 28 ára gamall rappari og söngvari frá Atlanta. Hann vakti fyrst athygli árið 2014 fyrir smellinn sinn Club Goin’ Up on a Tuesday og þá sérstaklega eftir að poppkonungurinn Drake skellti versi í remix af laginu. Makonnen hefur átt nokkra smelli síðan og hefur verið eitt litríkasta andlit Atlanta-rappsenunnar með því að setja sinn sérstaka brag á helstu klisjurnar sem vilja stundum koma þaðan. Eins og margir rapparar frá Atlanta hefur hann unnið töluvert með pródúserum eins og Mike Will, 808 Mafia hópnum og Sonny Digital – sem sá um að snúa tökkunum á smellinum Club Goin’ Up on a Tuesday. Það var einmitt Sonny sem Drake hafði samband við eftir að hafa heyrt Tuesday einhvers staðar og bað um að fá taktinn. Tveimur dögum síðar gaf Drake óvænt út remixið sitt sem hann kallaði bara Tuesday. Fljótlega eftir það fór lagið eins og eldur í sinu um allan heim, meðal annars hér á landi. Drake samdi við Makonnen og hann mætti yfir til OVO Sound, útgáfufyrirtækis Drake. Síðar meir slettist þó upp á vinskap Makonnens og Drake eftir að Makonnen kvartaði sáran yfir meðferðinni sem hann fengi á OVO Sound. Nokkru síðar tilkynnti hann að hann væri hættur að gera tónlist, en hætti nánast strax við það. Í janúar á þessu ári kom Makonnen út úr skápnum með tilkynningu á Twitter-reikningi sínum. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Þetta var mikið ferli. Við byrjuðum á þessu í byrjun janúar og þessu var í raun ekki lokið fyrr en núna um daginn. Við sendum lista á fullt af listamönnum sem við höfðum áhuga á að myndu koma – það kom í ljós að hann hafði í raun jafn mikinn áhuga á að koma hingað og við að fá hann. Hann ætlar að vera hérna í þrjá daga á eigin kostnað – verður í fimm daga á landinu í heildina,“ segir Samúel Ásberg O’Neill úr nemendafélagi MK, sem ásamt Guðlaugi Þór Ingólfssyni, Andra Sveini Ingólfssyni, Hrafni Lárusi Björnssyni, Sævari Karli Svanssyni og Vigni Erni Ágústssyni stóð í því að koma rapparanum iLoveMakonnen til landsins. Samúel segir það mjög óvanalegt að stórt nafn eins og Makonnen mæti hingað til Íslands en hans síðasta gigg var að spila fyrir 150 þúsund manns á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum. Á ballinu hjá þeim gætu allt frá 700-1.800 manns mætt á svæðið. Samúel segir það vera skemmtilegt að skóli sem er minna þekktur en til að mynda Verzló nái að flytja inn listamann af þessu kalíberi. „Við erum að stefna á stærsta ballið í sögu a.m.k. okkar nemendafélags. Þetta er líka í fyrsta sinn í sögu okkar nemendafélags sem við flytjum einhvern inn, hvort sem er frá Evrópu eða hvaðan sem er, og líka bara svona stóran gaur sem hefur gert lag með Drake sem er með 300 milljón spilanir á YouTube.“ Ballið fer síðan fram fimmtudaginn 4. maí í reiðhöllinni í Víðidal.Hinn litríki iLoveMakonnen ILoveMakonnen er 28 ára gamall rappari og söngvari frá Atlanta. Hann vakti fyrst athygli árið 2014 fyrir smellinn sinn Club Goin’ Up on a Tuesday og þá sérstaklega eftir að poppkonungurinn Drake skellti versi í remix af laginu. Makonnen hefur átt nokkra smelli síðan og hefur verið eitt litríkasta andlit Atlanta-rappsenunnar með því að setja sinn sérstaka brag á helstu klisjurnar sem vilja stundum koma þaðan. Eins og margir rapparar frá Atlanta hefur hann unnið töluvert með pródúserum eins og Mike Will, 808 Mafia hópnum og Sonny Digital – sem sá um að snúa tökkunum á smellinum Club Goin’ Up on a Tuesday. Það var einmitt Sonny sem Drake hafði samband við eftir að hafa heyrt Tuesday einhvers staðar og bað um að fá taktinn. Tveimur dögum síðar gaf Drake óvænt út remixið sitt sem hann kallaði bara Tuesday. Fljótlega eftir það fór lagið eins og eldur í sinu um allan heim, meðal annars hér á landi. Drake samdi við Makonnen og hann mætti yfir til OVO Sound, útgáfufyrirtækis Drake. Síðar meir slettist þó upp á vinskap Makonnens og Drake eftir að Makonnen kvartaði sáran yfir meðferðinni sem hann fengi á OVO Sound. Nokkru síðar tilkynnti hann að hann væri hættur að gera tónlist, en hætti nánast strax við það. Í janúar á þessu ári kom Makonnen út úr skápnum með tilkynningu á Twitter-reikningi sínum.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning