Níu ára sonur Katrínar fékk bréf um að hann væri orðinn stjórnarformaður Byggðastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 16:07 Illugi Gunnarsson, bréfið sem níu ára alnafni hans fékk og Katrín Jakobsdóttir, móðir Illuga yngri. Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman. Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman.
Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00