Níu ára sonur Katrínar fékk bréf um að hann væri orðinn stjórnarformaður Byggðastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2017 16:07 Illugi Gunnarsson, bréfið sem níu ára alnafni hans fékk og Katrín Jakobsdóttir, móðir Illuga yngri. Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman. Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson, níu ára sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag bréf frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann í stjórn Byggðastofnunar og væri hann formaður stjórnar. Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar, deildi bréfinu á Facebook-síðu sinni en ráðuneytinu urðu á þau mistök að senda það á rangan Illuga. Sonur Katrínar er nefnilega alnafni Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem skipaður var formaður Byggðastofnunar í seinasta mánuði. „Ég er bara ótrúlega stolt af honum,“ segir Katrín skellihlæjandi í samtali við Vísi um þetta nýja ábyrgðarhlutverk sonar hennar. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem hið opinbera ruglist á syni hennar og ráðherranum fyrrverandi segir Katrín að svo sé. „Við höfum einu sinni fengið jólakort en við gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þetta mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,“ segir Katrín létt og bætir við að syni finnist þetta mjög stórt verkefni að takast á við. „Hann hefur nú örugglega ekki átt von á þessu að hans frami yrði svona skjótur en ég hef nú gjarnan grínast með það að hann eigi eftir að gera stóra hluti á þessu pólitíska sviði því hann er mjög skoðanasterkur en ég hafði ekki áttað mig á að hann væri svona rosalega vel tengdur,“ segir Katrín. Katrín segir að sonur hennar viti af alnafna sínum og hafi hitti hann en að hann viti líka að hann sé nefndur eftir Illuga í Grettis sögu. „Hann er mjög áhugasamur um stjórnmál, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað með nafnið að gera eða kannski móðurina, það kann jafnvel að vera,“ segir Katrín. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, sem skrifar undir bréfið hafði ekki heyrt af þessum mistökum við póstlagninguna þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún afhenti Illuga hinum eldri formlega hans skipunarbréf á ársfundi Byggðastofnunar á dögunum svo hann er hinn raunverulegi formaður stjórnar. „Illugi hinn yngri er ábyggilega vel að þessu kominn en hann er kannski helst til of ungur,“ segir Ragnhildur sem er, eins og Katrínu, skemmt yfir þessu öllu saman.
Tengdar fréttir Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson verður stjórnarformaður Byggðastofnunar Núverandi ráðherra byggðamála, Jón Gunnarsson, ætlar að skipta um stjórnarformann og velur hann Illuga til verksins. 24. apríl 2017 07:00