Innflytjendur fá nýja mynd af lögreglunni: "Fyrir mér var lögregla vald til að kúga almenning.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:30 Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira