Innflytjendur fá nýja mynd af lögreglunni: "Fyrir mér var lögregla vald til að kúga almenning.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:30 Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira