Innflytjendur fá nýja mynd af lögreglunni: "Fyrir mér var lögregla vald til að kúga almenning.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:30 Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún. Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún.
Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Erlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira