Innflytjendur fá nýja mynd af lögreglunni: "Fyrir mér var lögregla vald til að kúga almenning.“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 20:30 Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Síðustu tíu mánuði hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átt í samvinnu við hóp innflytjenda til að byggja upp traust. Þar sem íslenskir lögreglumenn endurspegla ekki samfélagið og innflytjendur hafa oft neikvæðar hugmyndir um lögreglu frá heimalandi, með þeim afleiðingum að þeir leita ekki til lögreglu, ákvað lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hitta þrjátíu manna hóp innflytjenda til að byggja traust og læra af samskiptunum - enda hefur lögreglan fengið litla sem enga fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. „Það er mjög slæmt ef lögreglan þjónustar ekki alla þegna samfélagsins. Það hafa allir sama réttinn og það þurfa allir að vita og það þurfa allir að upplifa, að þeir fái sömu þjónustuna,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi LRH og stofnandi verkefnisins. Í dag var farið yfir árangur verkefnisins en þessir tíu mánuðir breyttu til að mynd sýn Balema Alou sem er frá Vestur-Afríku. „Ég hafði algjörlega aðra mynd af lögreglu. Fyrir mér var lögregla vald sem er beitt af ríkisstjórn til að kúga almenning. Ég hefði aldrei haft samband við lögreglu nema ég myndi lenda í alvarlegum vandræðum. En núna eftir að hafa haft samskipti við lögregluna á Íslandi, þá hefur það breytt afstöðu minni,“ segir Balema. Samhliða verkefninu sóttu 45 lögreglumenn námskeið um fjölbreytni samfélagsins og jafnframt hafa níu lögreglumenn víðsvegar af landinu verið þjálfaðir til að þjálfa aðra lögreglumenn varðandi hatursglæpi. Á Íslandi eru engir innflytjendur í lögreglunni þótt einhverjir hafi erlendan bakgrunn. „Það eru tveir drengir sem eru upprunalega frá Marokkó sem eru að hugsa um að sækja um lögregluskóla og ég hvet þá áfram. Og alla aðra. Nú er lögregluskólinn kominn á háskólastig og ég hvet alla innflytjendur að sækja um í lögregluna," segir Eyrún.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira