Sakfelld fyrir að sparka í andlitið á leigusalanum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 22:44 Maðurinn missti tvær framtennur við árásina. Vísir/Eyþór Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Kona á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Henni var gefið að sök að hafa sparkað í andlitið á leigusala sínum og að hafa haft í fórum sínum rúm þrjú grömm af maríjúna.Öskraði eins og dýr Kærasti konunnar hafði tekið herbergi á leigu á gistiheimili við Grjótagötu í Reykjavík í janúar 2015. Leigusalinn sagði kærasta konunnar hafa leitað til sín og sagst vera í vandræðum með húsnæði í tvær vikur, og að hann hafi þar af leiðandi útvegað manninum herbergi. Hann sagði manninn hafa verið eina nótt einn í herberginu en að konan hafi komið næsta dag. Þá hafi allt farið í háaloft; hávaði, rifrildi, skellir og slæm umgengni. Leigusalinn sagði það ekki ganga upp og bað þau um að fara. Þegar konan hafi neitað að afhenda lykilinn að herberginu hafi komið til átaka á milli sín og hennar. Hann sagði hana hafa reynt að bíta sig í höndina og svo sparkað í andlit sitt þegar hann teygði sig eftir lyklinum, með þeim afleiðingum að hann missti tvær tennur. Hún hafi svo gengið niður Aðalstrætið “öskrandi eins og dýr”, líkt og leigusalinn orðaði það fyrir dómi.Áverkarnir væntanlega eftir fall Konan sagðist hins vegar hafa verið að hlaupa undan leigusalanum og að þau hefðu fallið í jörðina. Áverkar hans hefðu væntanlega verið eftir það. Þá sagði hún manninn hafa ráðist á sig - ekki öfugt. Læknir sem skoðaði manninn taldi langlíklegast að áverkarnir hefðu komið við spark í andlitið og þá taldi tannlæknir áverkana varla geta komið til við að falla eða hrasa. Dómurinn taldi sannað að konan hefði gerst sek um þessa háttsemi og dæmdi hana í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var henni gert að greiða leigusalanum 500 þúsund krónur í miskabætur og rúma milljón í tannlæknakostnað mannsins.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira