Lífið

Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Landslag Nepal er afar fallegt.
Landslag Nepal er afar fallegt. Instagram/Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt enn og aftur til Nepal. Hún er nú stödd í Himalaya-fjöllunum og ætlar á topp Everest, hæsta fjalls veraldar.

Þetta er í þriðja skiptið sem Vilborg gerir tilraun til þess að komast á toppinn en hún ferðaðist í grunnbúðir fjallsins árin 2014 og 2015.

Á Instagram síðu sinni hefur Vilborg birt magnaðar myndir frá veru sinni í Nepal á undanförnum vikum og má sjá nokkrar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Með heimsmet í bakpokanum

Vilborg Arna Gissurardóttir setti heimsmet þegar hún gekk ein fyrst kvenna á suðurpólinn. Annað heimsmet setti hún svo þegar hún gekk án leiðsögumanns og súrefnis upp á Cho Oyu, sjötta hæsta fjall í heimi. Vilborg er nýkomin heim frá Nepal og segir okkur sína sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×