Lífið

Júrógarðurinn: Stefán svartsýnn, Benedikt bjartsýnn

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Júrógarðurinn er nýr vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði og munu þeir fjalla ítarlega um keppnina næstu daga. 



Í fyrsta þættinum er aðeins farið yfir hvað sé framundan úti í Úkraínu en þeir félagar munu hitta Svölu Björgvinsdóttur síðar í dag. Ekki hafa allir spáð Svölu áfram í keppninni en Íslendingar virðast nokkuð bjartsýnir. 

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. 

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×