Lífið

Viðtalið við Svölu á rauða dreglinum í heild sinni: Getur varla sofið vegna spennu

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Svala stóð sig virkilega vel á rauða dreglinum í dag.
Svala stóð sig virkilega vel á rauða dreglinum í dag.
„Ég er í fötum eftir Ýr Þrastardóttir sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another-Creation,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag. Svala gekk alls 250 metra í gegnum allan rauða dregilinn og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum.

„Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún.

Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Annað kvöld fer fram svokallað dómararennsli og á gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu.

Nánast jafn mikilvægur dagur

„Mánudagurinn er næstum því mikilvægari, eða allavega jafn mikilvægur. Þá er dómararennsli sem hefur fimmtíu prósent vægi á móti símakosningunni. Það er allt tilbúið hjá okkur og ég er bara svo spennt. Ég er svo spennt að fara á sviðið, mér finnst svo gaman að koma fram live og það er bara eitthvað sem ég elska að gera. Ég er svo spennt að ég gat varla sofnað í gær, ég var svo mikið að hugsa um atriði,“ segir Svala og viðurkenndi hún væri bara spennt fyrir því að klára af öll viðtöl og henda sér út á sviðið.

„Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×