Skilaboð MDE hafa skilað sér til Hæstaréttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Dómarnir sem um ræðir voru kveðnir upp á árunum 2008 til 2013. VÍSIR/GVA Flest bendir til þess að Hæstiréttur hafi móttekið skilaboð Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) varðandi meiðyrðamál fjölmiðla og breytt nálgun sinni. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Í liðinni viku komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna DV með dómi Hæstaréttar í svokölluðu Sigurplastmáli. Þetta er í sjötta sinn á fimm árum sem MDE kemst að niðurstöðu sem þessari. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir að fyrir nokkrum árum hafi verið unnið að því að fella meiðyrðaákvæði úr almennum hegningarlögum. Þverpólitísk sátt hafi ríkt um það en sú vinna hefur hingað til ekki skilað sér í lagabreytingum að nokkru leyti. „Í gegnum tíðina hefur Hæstiréttur ekki haft skilning á þeim meginprinsippum sem MDE leggur til grundvallar. Umfjöllunin þarf að varða almannahag, um sé að ræða opinberar persónur og að umfjöllunin sé faglega unnin. Það eru mælistikurnar sem MDE setur til grundvallar en hafa ekki mætt nægilegum skilningi hér á landi,“ segir Hjálmar. Dómarnir sem brutu gegn mannréttindum blaðamannanna féllu á árunum 2008 til 2013. Fyrsti dómur MDE í slíku máli féll árið 2012. Virðist sem svo að í síðari meiðyrðamálum hafi Hæstiréttur tekið tillit til niðurstaðna dómaranna í Strasbourg. „Maður sér á þeim dómum sem hafa fallið nýlega í meiðyrðamálum að það hefur verið tekið öðruvísi á málunum. Skilaboðin virðast því hafa skilað sér til Hæstaréttar,“ segir Hjálmar.Málin sex sem um ræðir Helming málanna má rekja til dóma yfir Erlu Hlynsdóttir. Fyrsti dómur MDE tengdist umfjöllun hennar um deilur kampavínsklúbbanna sálugu Goldfinger og Strawberries. Í héraðsdómi í desember 2009 voru orð sem tengdu Viðar Má Friðfinnsson, eiganda Strawberries, við lithásku mafíuna dæmd dauð og ómerk. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar en málið ekki tekið fyrir þar sem áfrýjunarupphæðin var ekki nægilega há. Í febrúar 2010 féllst Hæstiréttur á kröfu Helgu Haraldsdóttur, eiginkonu Gumma í Byrginu, um að ómerkja ein ummæli sem birtust í grein um kynferðisbrot eiginmanns hennar. Ómerkingu þrettán annara ummæla var hafnað. Tæpum mánuði síðar var hún dæmd fyrir fyrirsögnina „Hræddir kókaínsmyglarar“ í umfjöllun um réttarhöld yfir Rúnari Þór Róbertssyni. Rúnar var sýknaður í því máli og því þótti fyrirsögnin fela í sér aðdróttun í garð hans. Björk Eiðsdóttir lagði ríkið árið 2012 en hún hafði verið sakfelld fyrir ummæli sem birtust í Vikunni um mál stúlkna sem unnu á Goldfinger. Björk var sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti. Tveir dómar hafa fallið í Strassbourg það sem af er ári. Annars vegar vegna máls Steingríms Sævars Ólafssonar, Pressunni, en ummæli í greins hans um barnaníð frambjóðanda til stjórnlagaþings voru ómerkt af Hæstarétti. Að endingu var ríkið dæmt fyrir að brjóta gegn Inga Frey Vilhjálmssyni, Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni á DV eftir að ummæli þeirra í Sigurplast-málinu svokallaða voru ómerkt af Hæstarétti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímur lagði Hæstarétt: „Sigur fyrir vandaða blaðamennsku“ Mannréttindadómstóll Evrópu segir Hæstarétt hafa brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar. 16. mars 2017 10:14 Reynir Traustason mun krefjast bóta frá íslenska ríkinu Enn hirtir Mannréttindadómsstóll Evrópu íslenska dómara. 4. maí 2017 10:44 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Flest bendir til þess að Hæstiréttur hafi móttekið skilaboð Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) varðandi meiðyrðamál fjölmiðla og breytt nálgun sinni. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Í liðinni viku komst MDE að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna DV með dómi Hæstaréttar í svokölluðu Sigurplastmáli. Þetta er í sjötta sinn á fimm árum sem MDE kemst að niðurstöðu sem þessari. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir að fyrir nokkrum árum hafi verið unnið að því að fella meiðyrðaákvæði úr almennum hegningarlögum. Þverpólitísk sátt hafi ríkt um það en sú vinna hefur hingað til ekki skilað sér í lagabreytingum að nokkru leyti. „Í gegnum tíðina hefur Hæstiréttur ekki haft skilning á þeim meginprinsippum sem MDE leggur til grundvallar. Umfjöllunin þarf að varða almannahag, um sé að ræða opinberar persónur og að umfjöllunin sé faglega unnin. Það eru mælistikurnar sem MDE setur til grundvallar en hafa ekki mætt nægilegum skilningi hér á landi,“ segir Hjálmar. Dómarnir sem brutu gegn mannréttindum blaðamannanna féllu á árunum 2008 til 2013. Fyrsti dómur MDE í slíku máli féll árið 2012. Virðist sem svo að í síðari meiðyrðamálum hafi Hæstiréttur tekið tillit til niðurstaðna dómaranna í Strasbourg. „Maður sér á þeim dómum sem hafa fallið nýlega í meiðyrðamálum að það hefur verið tekið öðruvísi á málunum. Skilaboðin virðast því hafa skilað sér til Hæstaréttar,“ segir Hjálmar.Málin sex sem um ræðir Helming málanna má rekja til dóma yfir Erlu Hlynsdóttir. Fyrsti dómur MDE tengdist umfjöllun hennar um deilur kampavínsklúbbanna sálugu Goldfinger og Strawberries. Í héraðsdómi í desember 2009 voru orð sem tengdu Viðar Má Friðfinnsson, eiganda Strawberries, við lithásku mafíuna dæmd dauð og ómerk. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar en málið ekki tekið fyrir þar sem áfrýjunarupphæðin var ekki nægilega há. Í febrúar 2010 féllst Hæstiréttur á kröfu Helgu Haraldsdóttur, eiginkonu Gumma í Byrginu, um að ómerkja ein ummæli sem birtust í grein um kynferðisbrot eiginmanns hennar. Ómerkingu þrettán annara ummæla var hafnað. Tæpum mánuði síðar var hún dæmd fyrir fyrirsögnina „Hræddir kókaínsmyglarar“ í umfjöllun um réttarhöld yfir Rúnari Þór Róbertssyni. Rúnar var sýknaður í því máli og því þótti fyrirsögnin fela í sér aðdróttun í garð hans. Björk Eiðsdóttir lagði ríkið árið 2012 en hún hafði verið sakfelld fyrir ummæli sem birtust í Vikunni um mál stúlkna sem unnu á Goldfinger. Björk var sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti. Tveir dómar hafa fallið í Strassbourg það sem af er ári. Annars vegar vegna máls Steingríms Sævars Ólafssonar, Pressunni, en ummæli í greins hans um barnaníð frambjóðanda til stjórnlagaþings voru ómerkt af Hæstarétti. Að endingu var ríkið dæmt fyrir að brjóta gegn Inga Frey Vilhjálmssyni, Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni á DV eftir að ummæli þeirra í Sigurplast-málinu svokallaða voru ómerkt af Hæstarétti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímur lagði Hæstarétt: „Sigur fyrir vandaða blaðamennsku“ Mannréttindadómstóll Evrópu segir Hæstarétt hafa brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar. 16. mars 2017 10:14 Reynir Traustason mun krefjast bóta frá íslenska ríkinu Enn hirtir Mannréttindadómsstóll Evrópu íslenska dómara. 4. maí 2017 10:44 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Steingrímur lagði Hæstarétt: „Sigur fyrir vandaða blaðamennsku“ Mannréttindadómstóll Evrópu segir Hæstarétt hafa brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar. 16. mars 2017 10:14
Reynir Traustason mun krefjast bóta frá íslenska ríkinu Enn hirtir Mannréttindadómsstóll Evrópu íslenska dómara. 4. maí 2017 10:44