Lífið

Nylon fékk mörg boð um að taka þátt í Eurovision

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
„Við fengum mjög oft boð um að taka þátt en við fórum aldrei,“ segir Steinunn Camilla, umboðsmaður Svölu Björgvinsdóttir, úti í Kænugarði.

Eins og alþjóð veit var Steinunn í hljómsveitinni Nylon á sínum tíma og naut sveitin gríðarlegrar vinsælda hér á landi. Stelpurnar reyndu til að mynda fyrir sér úti í hinum stóra heimi og bjuggu þær saman úti í Los Angeles.

„Núna er keppnin orðin það kúl að ég bara er hér. Justin Timberlake kom til að mynda fram á síðasta ári og þá kom töluvert meiri kúl-faktor yfir þessa keppni, ég verð að viðurkenna það.“

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. 

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  



Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×