Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Nichole Leigh Mosty Fréttablaðið/Stefán Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira