Lífið

Hvar er best að búa? Keyptu 550 fermetra skóla á 7,5 milljónir

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Hvern dreymir ekki um að rífa sig upp úr rútínunni og flytja með fjölskylduna til útlanda? Lóa Pind heimsækir í nýrri þáttaröð „Hvar er best að búa” íslenskar fjölskyldur sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast.

Í fyrsta þætti, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 mánudagskvöldið 1. maí, heimsækir hún Ríkey og Reyni sem keyptu stóran skóla á Lálandi í Danmörku síðla árs 2015. Síðan þá hafa þau verið í nánast fullri vinnu við að gera húsið í stand til að opna þar gistiheimili.

Þegar þau voru að verða uppiskroppa með framkvæmdafé tókst þeim að fá danskt húsnæðislán til að klára framkvæmdirnar. Og komust þá í kynni við lánamarkað, gerólíkan þeim íslenska.

Í boði var að taka tuttugu ára óverðtryggt lán með föstum vöxtum. Það er ekki hægt á Íslandi, þar er lengst hægt að fá óverðtryggt lán með föstum vöxtum til fimm ára.

Vextirnir eru fjórum sinnum hærri á Íslandi. Enn meiri munur eru á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum - þeir eru fjörutíu sinnum hærri á Íslandi. Nánar verður fjallað um þessi mál í heimsókninni til Ríkeyjar og Reynis í gistiheimilinu Fjelde á Lálandi.

Fyrsti þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:55, mánudagskvöldið 1. maí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.