Lífið

Hvar er best að búa? Keyptu 550 fermetra skóla á 7,5 milljónir

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Hvern dreymir ekki um að rífa sig upp úr rútínunni og flytja með fjölskylduna til útlanda? Lóa Pind heimsækir í nýrri þáttaröð „Hvar er best að búa” íslenskar fjölskyldur sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast.Í fyrsta þætti, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 mánudagskvöldið 1. maí, heimsækir hún Ríkey og Reyni sem keyptu stóran skóla á Lálandi í Danmörku síðla árs 2015. Síðan þá hafa þau verið í nánast fullri vinnu við að gera húsið í stand til að opna þar gistiheimili.Þegar þau voru að verða uppiskroppa með framkvæmdafé tókst þeim að fá danskt húsnæðislán til að klára framkvæmdirnar. Og komust þá í kynni við lánamarkað, gerólíkan þeim íslenska.Í boði var að taka tuttugu ára óverðtryggt lán með föstum vöxtum. Það er ekki hægt á Íslandi, þar er lengst hægt að fá óverðtryggt lán með föstum vöxtum til fimm ára.Vextirnir eru fjórum sinnum hærri á Íslandi. Enn meiri munur eru á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum - þeir eru fjörutíu sinnum hærri á Íslandi. Nánar verður fjallað um þessi mál í heimsókninni til Ríkeyjar og Reynis í gistiheimilinu Fjelde á Lálandi.Fyrsti þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:55, mánudagskvöldið 1. maí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.