Telur eðlilegt að einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hagnist á grundvelli samninga við ríkið Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2017 19:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Ekki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis um vöxt einkareksturs og einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Ágreiningur er á milli landlæknis og velferðarráðuneytisins um túlkun á lögum um heilbrigðisþjónustu. Ágreiningurinn lýtur að þjónustu sem Klíníkin í Ármúla veitir. Embætti landlæknis hefur staðfest að starfsemi Klíníkurinnar með fimma daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Embætti landlæknis benti velferðarráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum. Ráðuneytið hefur lýst því yfir að það sé ósammála túlkun embættisins og að líta beri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og þurfi hann því ekki leyfi ráðherra. Í yfirlýsingu landlæknis frá 19. apríl segir: „Túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum gerir það (…) að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu getur haldið áfram að vaxa hér á landi í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og sjúklinga sem greiða fyrir aðgerðir úr eigin vasa.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hann leggist ekki gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samnings við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Á Norðurlöndunum þrífst einkaframtakið mjög vel. (...) Mér finnst menn vera komnir út á mjög hálar brautir þegar talað er um að það megi ekki greiða sér arð fyrir það að sinna verkum vel og með hagkvæmum hætti. Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ef að ríkið getur ekki sinnt þjónustunni fyrir sama verð og sama kostnað þá finnst mér ekkert að því að einkaaðilar geri það, jafnvel þótt þeir hafi eitthvað upp úr því,“ sagði Bjarni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Óttarr Proppé heilbrigðisráðherravísir/vilhelmEkki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis frá 19. apríl. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra áréttaði afstöðu ráðuneytisins varðandi leyfisveitingar til Klíníkurinnar vegna rekstrar sjúkrahúss í viðtali í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Sérfræðingar ráðuneytisins túlka þetta og það er ekki pólitísk túlkun. Það er einfaldlega túlkun laganna sem okkur ber að fara eftir að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að reka einkasjúkrahús,“ sagði Óttar. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur eðlilegt að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. Ekki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis um vöxt einkareksturs og einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Ágreiningur er á milli landlæknis og velferðarráðuneytisins um túlkun á lögum um heilbrigðisþjónustu. Ágreiningurinn lýtur að þjónustu sem Klíníkin í Ármúla veitir. Embætti landlæknis hefur staðfest að starfsemi Klíníkurinnar með fimma daga legudeild uppfylli faglegar lágmarkskröfur um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Embætti landlæknis benti velferðarráðuneytinu á að samkvæmt skilningi þess á lögum þurfi leyfi ráðherra til þess að hefja rekstur legudeildar með tilheyrandi aðgerðum. Ráðuneytið hefur lýst því yfir að það sé ósammála túlkun embættisins og að líta beri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og þurfi hann því ekki leyfi ráðherra. Í yfirlýsingu landlæknis frá 19. apríl segir: „Túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum gerir það (…) að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsþjónustu getur haldið áfram að vaxa hér á landi í skjóli samnings Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur og sjúklinga sem greiða fyrir aðgerðir úr eigin vasa.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hann leggist ekki gegn því að einkafyrirtæki sem sinna heilbrigðisþjónustu á grundvelli samnings við ríkið greiði arð til hluthafa sinna ef þau skila hagnaði. „Á Norðurlöndunum þrífst einkaframtakið mjög vel. (...) Mér finnst menn vera komnir út á mjög hálar brautir þegar talað er um að það megi ekki greiða sér arð fyrir það að sinna verkum vel og með hagkvæmum hætti. Ef einkaaðilar geta veitt fólkinu í þessu landi jafngóða eða betri þjónustu fyrir sama verð fyrir skattgreiðandann og skilað einhverjum afgangi þá er það ekki vandamál fyrir mig. Ef að ríkið getur ekki sinnt þjónustunni fyrir sama verð og sama kostnað þá finnst mér ekkert að því að einkaaðilar geri það, jafnvel þótt þeir hafi eitthvað upp úr því,“ sagði Bjarni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Óttarr Proppé heilbrigðisráðherravísir/vilhelmEkki hefur verið brugðist við varnaðarorðum landlæknis frá 19. apríl. Óttar Proppé heilbrigðisráðherra áréttaði afstöðu ráðuneytisins varðandi leyfisveitingar til Klíníkurinnar vegna rekstrar sjúkrahúss í viðtali í Víglínunni á Stöð 2 í gær. „Sérfræðingar ráðuneytisins túlka þetta og það er ekki pólitísk túlkun. Það er einfaldlega túlkun laganna sem okkur ber að fara eftir að það þurfi ekki sérstakt leyfi til að reka einkasjúkrahús,“ sagði Óttar.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira