Innlent

Farþegar kíkja inn um glugga fallegra húsa

Skemmtiferðaskip við Ísafjörð.
Skemmtiferðaskip við Ísafjörð. vísir/pjetur
Alls er gert ráð fyrir að 104 skemmtiferðaskip komi til hafnar á Ísafirði í sumar en fyrir fimm árum voru 32 skipakomur í höfnina. Starfshópur um komu skemmtiferðaskipa hittist á þriðjudag þar sem Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, formaður starfshópsins, kynnti atriði sem sérstaklega þarf að skoða fyrir sumarið.

„Þetta eru mál sem snerta nærsveitarfélagið. Salernismál þurfa að vera í lagi, það er nóg af salernum hér en það þarf að merkja þau betur. Svo þarf að passa að sambýli á höfninni sé gott milli fiskveiðiskipa og skemmtiferðaskipa. Svo þarf að laga málefni er varða íbúa.

Það sem pirraði fólk mest samkvæmt könnun sem var gerð hér var ágangur við hús. Hér er mikið af gömlum, fallegum húsum sem farþegar hafa haldið að væri söfn eða eitthvað álíka. Það eru slík atriði sem núningur myndast um og við viljum finna leið í gegnum þau.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×