Leitar barns og móður á Íslandi með aðstoð spæjara Snærós Sindradóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Erika Nilsson, stjúpmóðir drengsins, er stödd hér á landi til að leita hans. Lögregla telur nánast engar líkur á að mæðginin séu hér á landi. vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira