Leit að íslenskum dreng: „Viljum fá að vita að það sé í lagi með hann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2017 19:11 Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira