Skoða alvarlega að flýja slæmt ástand í leikskólamálum Sveinn Arnarsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Foreldrar á Akureyri eru hræddir um mikið tekjutap næsta haust þar sem börn komast ekki inn á leikskóla. Fréttablaðið/Pjetur Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira