Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Sæunn Gísladóttir skrifar 24. apríl 2017 07:00 Kristín Finnbogadóttir hefur verið framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár. Vísir/Ernir Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Ég vona að allir Seltirningar og vandamenn Gróttu komi að heimsækja okkur,“ segir Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Gróttu. Íþróttafélagið er fimmtíu ára gamalt í dag og fer skipulögð dagskrá fram í dag, en einnig á fimmtudag, föstudag og laugardag. Páll Óskar mætir í dag og treður upp í Hertz-höllinni og einnig verða ávörp og ræður, vegleg myndasýning og veitingar í boði. „Það verður flott dagskrá í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna er í dag því það er afmælisdagurinn og því aðaldagurinn. Við vonum að Seltirningar komi allir og fagni með okkur. Fái sér köku og börnin fái andlitsmálningu og allt þetta venjulega. Forsetinn ætlar að koma að heimsækja okkur, hann bjó nú hérna hjá okkur,“ segir Kristín. „Þetta er opið hús og við vonum svo sannarlega að það komi fullt af fólki.“ Grótta er með þrjár íþróttadeildir, fótbolta, handbolta og fimleika. Iðkendur er yfir þúsund og á öllum aldri, frá þriggja ára og upp úr. Kristín er búin að vera framkvæmdastjóri Gróttu í fjórtán ár og hefur séð félagið taka miklum breytingum á þeim tíma. „Ég hef séð handboltann verða fyrsta boltaliðið okkar sem vinnur stórtitla, í hitteðfyrra urðum við deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og í fyrra urðum við Íslandsmeistarar. Það er stórkostlegur árangur og hefur aldrei gerst í sögu félagsins áður. Það var alveg frábært. Fótboltinn er svo að fara í fyrsta sinn upp í fyrstu deild og það er alveg stórkostlegt, þeir voru í fjórðu deild þegar ég byrjaði hérna.“ Kristín segir því ljóst að það sé heilmikið að gerast hjá íþróttafélaginu. Litið fram á veginn segist Kristín ekki eiga von á því að bætt verði við íþróttagreinum hjá félaginu eins og staðan er í dag, framkvæmdir séu þó fram undan. „Nú er verið að stækka íþróttamiðstöðina, það verður byrjað á því í haust. Það verður töluvert mikil aukning á plássi og betri aðstaða. Það verður aðallega fimleikasalurinn sem verður stækkaður en í framhaldinu losnar um í hinum sölunum sem er mjög hagkvæmt fyrir hinar deildirnar.“ Hátíðardagskráin heldur sem fyrr segir áfram út vikuna og lýkur með Pallaballi á laugardagskvöldinu. „Það koma bara vonandi sem flestir á Pallaballið,“ segir Kristín að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira