„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2017 10:15 Manuela farin af miðlinum. „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat í gær en forsagan er sú að mikil umræða spratt upp í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian. Umræðan inn á Vonda systir hópnum virðist hafa gert útslagið fyrir Manuelu en þar var hún sökuð um „body-shaming“. Hér að neðan má sjá skjáskot af umræðunni inni á Facebook-hópnum.„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég ætla að setja smá hérna inn því þetta verður síðasta storyið sem ég geri á Snapchat áður en ég loka reikninginum.“ Svona hófst síðasta saga Manuelu á samfélagsmiðlinum. Hún hefur nú eytt þeirri sögu. Samfélagsmiðlastjarnan greindi svo frá því að hún ætli að halda áfram að nota forritið til að eiga samskipti við vini og vandamenn, en hún ætlar ekki að hafa svokallað opið Snapchat lengur í þeim skilningi að allir sem hafa áhuga geti fylgst með því sem hún setur inn.Ekki mitt að dæma „Mig langar að segja að „body-shaming“ á aldrei rétt á sér og það er ekki mitt að dæma útlit annarra. Það er ekki mitt að dæma um það hvað Kim Kardashian eða einhver önnur kona kýs að gera við líkama sinn. Það eina sem snertir mig eru óraunhæfar kröfur til kvenfólks og til ungra stelpna. Það er eitthvað sem allar stelpur hafa þurft að díla við og ég hef þurft að díla við.“ Manuela segist hafa áhyggjur af því að dóttir hennar eigi eftir að þurfa takast á við þessar óraunhæfu kröfur. „Það er rosalega erfitt að díla við þetta. Mér finnst persónulega Kim Kardashian líta fáránlega vel út og ég er búin að segja það margoft á öllum mínum miðlum. En Kim Kardashian er búin að tala mjög opið um þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í til þess að líta svona út. Það er oft erfitt fyrir ungar konur, meira segja fyrir mig sem er 33 ára, að berjast við þessar glansmyndir og þessar kröfur sem eru gerðar. Vissulega var þessi póstur settur inn í flýti en mér líður oft þegar ég er að tala við ykkur eins og ég sé að tala við vinkonur mínar. Og ég veit það alveg að flest allar stelpur segja alveg; „omg, ertu búin að sjá nýju myndina af Kylie Jenner, Kim Kardashian og Kanye West. Þær gera það allar.“ Hún segir að umrædd færsla hafi verið sett inn í þannig fíling. „Ég sá þessa mynd og hugsaði bara; „fokk my life hvað manneskjan er klikkuð í hlutföllum“. Þetta er ekki eðlilegt að þetta eru of miklar öfgar, að mínu mati en auðvitað á ég ekki að dæma, það er ekki mitt að dæma. Það eina sem skiptir mig máli er að mér finnst verið að gefa röng skilaboð. Mér finnst vera gefa þau skilaboð að þú getir mögulega alveg litið svona út og eigir kannski bara að líta svona út og að það sé bara ógeðslega eðlilegt.“ Manuela snéri umræðunni næst að Facebook-hópnum Vonda systir.Viðbjóðsleg síða „Varðandi þessa umræðu sem er í gangi inni á þessari viðbjóðslegu síðu, afskakið ég bara skil ekki hvað fólk er að gera inni á svona síðu. Ég er alls ekki fullkomin og mjög langt frá því að vera fullkomin og segi oft einhverja bölvaða vitleysu. En ég get allavega stolt sagt frá því að ég er ekki inni á einhverri grúppu sem stundar persónuleg niðurrif á aðrar íslenskar konur. Ég er ekki Kim Kardashian, ég er mjög langt frá því. Auðvitað megið þið sem eruð inni á þessari grúppu vera ósammála því sem ég sagði en svona persónuárásir og svona ljót skrif, ég fékk bara nóg og mig langar ekki að vera á Snapchat lengur.“ Hún ætlar því ekki að opna líf sitt lengur fyrir almenningi. „Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur. Út af því að mér leið eins og ég væri að tala við vinkonur mínar en núna líður mér bara eins og ég sé að tala við einhverja sem vilja mér ekki einu sinni vel. Ef ykkur fannst ég vera vond við Kim Kardashian þá finnst mér það mjög leiðinlegt. Það var aldrei ætlunin mín og Kim Kardashian er mega flott. Ég er ný vöknuð með engan fokking filter því mér er drullu fokking sama.“Manúela er enn virk á Instagram og má fylgjast með henni hér. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
„Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat í gær en forsagan er sú að mikil umræða spratt upp í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian. Umræðan inn á Vonda systir hópnum virðist hafa gert útslagið fyrir Manuelu en þar var hún sökuð um „body-shaming“. Hér að neðan má sjá skjáskot af umræðunni inni á Facebook-hópnum.„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég ætla að setja smá hérna inn því þetta verður síðasta storyið sem ég geri á Snapchat áður en ég loka reikninginum.“ Svona hófst síðasta saga Manuelu á samfélagsmiðlinum. Hún hefur nú eytt þeirri sögu. Samfélagsmiðlastjarnan greindi svo frá því að hún ætli að halda áfram að nota forritið til að eiga samskipti við vini og vandamenn, en hún ætlar ekki að hafa svokallað opið Snapchat lengur í þeim skilningi að allir sem hafa áhuga geti fylgst með því sem hún setur inn.Ekki mitt að dæma „Mig langar að segja að „body-shaming“ á aldrei rétt á sér og það er ekki mitt að dæma útlit annarra. Það er ekki mitt að dæma um það hvað Kim Kardashian eða einhver önnur kona kýs að gera við líkama sinn. Það eina sem snertir mig eru óraunhæfar kröfur til kvenfólks og til ungra stelpna. Það er eitthvað sem allar stelpur hafa þurft að díla við og ég hef þurft að díla við.“ Manuela segist hafa áhyggjur af því að dóttir hennar eigi eftir að þurfa takast á við þessar óraunhæfu kröfur. „Það er rosalega erfitt að díla við þetta. Mér finnst persónulega Kim Kardashian líta fáránlega vel út og ég er búin að segja það margoft á öllum mínum miðlum. En Kim Kardashian er búin að tala mjög opið um þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í til þess að líta svona út. Það er oft erfitt fyrir ungar konur, meira segja fyrir mig sem er 33 ára, að berjast við þessar glansmyndir og þessar kröfur sem eru gerðar. Vissulega var þessi póstur settur inn í flýti en mér líður oft þegar ég er að tala við ykkur eins og ég sé að tala við vinkonur mínar. Og ég veit það alveg að flest allar stelpur segja alveg; „omg, ertu búin að sjá nýju myndina af Kylie Jenner, Kim Kardashian og Kanye West. Þær gera það allar.“ Hún segir að umrædd færsla hafi verið sett inn í þannig fíling. „Ég sá þessa mynd og hugsaði bara; „fokk my life hvað manneskjan er klikkuð í hlutföllum“. Þetta er ekki eðlilegt að þetta eru of miklar öfgar, að mínu mati en auðvitað á ég ekki að dæma, það er ekki mitt að dæma. Það eina sem skiptir mig máli er að mér finnst verið að gefa röng skilaboð. Mér finnst vera gefa þau skilaboð að þú getir mögulega alveg litið svona út og eigir kannski bara að líta svona út og að það sé bara ógeðslega eðlilegt.“ Manuela snéri umræðunni næst að Facebook-hópnum Vonda systir.Viðbjóðsleg síða „Varðandi þessa umræðu sem er í gangi inni á þessari viðbjóðslegu síðu, afskakið ég bara skil ekki hvað fólk er að gera inni á svona síðu. Ég er alls ekki fullkomin og mjög langt frá því að vera fullkomin og segi oft einhverja bölvaða vitleysu. En ég get allavega stolt sagt frá því að ég er ekki inni á einhverri grúppu sem stundar persónuleg niðurrif á aðrar íslenskar konur. Ég er ekki Kim Kardashian, ég er mjög langt frá því. Auðvitað megið þið sem eruð inni á þessari grúppu vera ósammála því sem ég sagði en svona persónuárásir og svona ljót skrif, ég fékk bara nóg og mig langar ekki að vera á Snapchat lengur.“ Hún ætlar því ekki að opna líf sitt lengur fyrir almenningi. „Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur. Út af því að mér leið eins og ég væri að tala við vinkonur mínar en núna líður mér bara eins og ég sé að tala við einhverja sem vilja mér ekki einu sinni vel. Ef ykkur fannst ég vera vond við Kim Kardashian þá finnst mér það mjög leiðinlegt. Það var aldrei ætlunin mín og Kim Kardashian er mega flott. Ég er ný vöknuð með engan fokking filter því mér er drullu fokking sama.“Manúela er enn virk á Instagram og má fylgjast með henni hér.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira