Segja fjármunum ríkisins ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2017 18:47 Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. Umsögn bandalagsins hefst á því að benda á að það hafi ekki fengið málið til umsagnar þrátt fyrir að bandalagið sé heildarsamtök fatlaðs fólks, langveikra og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru 41 talsins og telja 29 þúsund félagsmenn eða 9% þjóðarinnar. Þá segir að hægt sé að lesa úr fjármálaáætluninni að fjárhagsstaða ríkissjóðs sé mjög góð. Að sama skapi sé ekki hægt að sjá að nýta eigi hina góðu fjárhagsstöðu til að bæta stöðu fólks sem býr við kröpp kjör eða fátækt svo sem vegna fötlunar, sjúkdóma, slysa eða atvinnuleysis. Fjármunum ríkisins sé ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda. Fátækt sé ekki náttúrulögmál og henni eigi að vera hægt að útrýma ef sannur áhugi og vilji ráðamanna væri fyrir hendi. ÖBÍ gerir tillögur til breytinga á þingsályktunartillögunni, þar á meðal að 100% tekjuskerðingar verði afnumdar í tveimur áföngum og að lögfestar verði reglur um að allir, sem eiga rétt á sérstakri framfærsluuppbót, fái hana greidda án tillits til fyrri búsetu erlendis. Þá er einnig lagt til að desemberuppbót til lífeyrisþega verði hækkuð þannig að óskert desemberuppbót til lífeyrisþega verði að minnsta kosti ekki lægri en desemberuppbót atvinnuleitenda. Bandalagið vill einnig að auknum fjármunum verði varið til menntunar fatlaðra barna og ungmenna ásamt börnum og ungmennum með sérþarfir, að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs vegna greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu verði 100% frá 1. janúar 2018 og að virðisaukaskattur af lyfjum fyrir örorkulífeyrisþega, fatlað fólk og aldraða verði afnuminn. Hægt er að lesa umsögn Öryrkjabandalagsins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00 Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. Umsögn bandalagsins hefst á því að benda á að það hafi ekki fengið málið til umsagnar þrátt fyrir að bandalagið sé heildarsamtök fatlaðs fólks, langveikra og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin eru 41 talsins og telja 29 þúsund félagsmenn eða 9% þjóðarinnar. Þá segir að hægt sé að lesa úr fjármálaáætluninni að fjárhagsstaða ríkissjóðs sé mjög góð. Að sama skapi sé ekki hægt að sjá að nýta eigi hina góðu fjárhagsstöðu til að bæta stöðu fólks sem býr við kröpp kjör eða fátækt svo sem vegna fötlunar, sjúkdóma, slysa eða atvinnuleysis. Fjármunum ríkisins sé ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda. Fátækt sé ekki náttúrulögmál og henni eigi að vera hægt að útrýma ef sannur áhugi og vilji ráðamanna væri fyrir hendi. ÖBÍ gerir tillögur til breytinga á þingsályktunartillögunni, þar á meðal að 100% tekjuskerðingar verði afnumdar í tveimur áföngum og að lögfestar verði reglur um að allir, sem eiga rétt á sérstakri framfærsluuppbót, fái hana greidda án tillits til fyrri búsetu erlendis. Þá er einnig lagt til að desemberuppbót til lífeyrisþega verði hækkuð þannig að óskert desemberuppbót til lífeyrisþega verði að minnsta kosti ekki lægri en desemberuppbót atvinnuleitenda. Bandalagið vill einnig að auknum fjármunum verði varið til menntunar fatlaðra barna og ungmenna ásamt börnum og ungmennum með sérþarfir, að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs vegna greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu verði 100% frá 1. janúar 2018 og að virðisaukaskattur af lyfjum fyrir örorkulífeyrisþega, fatlað fólk og aldraða verði afnuminn. Hægt er að lesa umsögn Öryrkjabandalagsins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00 Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Fé til upptöku nýrra lyfja er af svo skornum skammti að ný krabbameinslyf eru ekki tekin í notkun hér á landi. Krabbameinslæknir segir þolinmæði á þrotum. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja fjármagn til lyfjakaupa um miðjan febrúar. 27. apríl 2017 07:00
Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs Ekki yrði vænlegt eða æskilegt að íslensk stjórnvöld kæmu að uppbyggingu rafstrengs til Bretlands með beinum hætti, að mati Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 27. apríl 2017 07:00