Bíó og sjónvarp

Baltasar gerir leikna þáttaröð um Guðmundar og Geirfinnsmálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar fréttir.
Skemmtilegar fréttir.

Baltasar Kormákur og RVK Studios ætla ráðast í gerð leikinnar þáttaraðar byggða á Guðmundar og Geirfinns málinu í samstarfi við Buccaneer Media en þetta kemur fram í frétt á vefnum Deadline.

Simon Cox, fréttamaður BBC, fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma fyrir BBC 4 og er sú umfjöllun kveikjan að verkinu.

Buccaneer Media framleiddi meðal annars þættina Marcella fyrir BBC. Handritshöfundur verður John Brownlow sem gerði meðal annars sjónvarpsþætti um Ian Fleming, manninn á bakvið karakterinn James Bond.

Á síðasta ári kom fram að bandaríska efnisveitan Netflix vinni einnig að heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Heildarkostnaður myndarinnar nemur um 100 miljónum íslenskra króna en Sagafilm vinnur að gerð myndarinnar ásamt RÚV og BBC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.