Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 13:03 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir. Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir.
Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30