Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 13:03 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir. Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir.
Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30