Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:30 Forstjóri Landspítala segir íslenskt samfélag hafa brugðist öldruðum sjúklingum. Mynd/Vilhelm Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira