Heilt ár á launum, fartölva og farsími eftir deilur við biskup Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 18:19 Samstarf biskups og fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs gekk ekki áfallalaust fyrir sig. vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56