Komdu með út í geim Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. apríl 2017 10:00 Þeir Halldór og Úlfur segjast hafa haft áhuga á svipuðum hlutum í gegnum tíðina, en þeir eru til dæmis báðir tónlistarmenn. Vísir/Stefán „Að mínu mati hefur tónlist og geimurinn alltaf haft einhverja tengingu. Í fornöld var tónfræði og stjörnufræði alltaf sama fagið. Menn trúðu því að það væru sömu lögmál á bakvið það hvernig stjörnurnar virkuðu og þau sem eru á bakvið tónfræðina. Ég held að þetta sé pínu tilviljun að við séum báðir með verkefni sem eru tengd geimnum svona – en við höfum svo sem haft áhuga á svipuðum hlutum í gegnum tíðina,“ segir tónskáldið Úlfur Eldjárn en hann og Halldór bróðir hans eru báðir að fara að senda frá sér verkefni sem tengjast geimnum – Úlfur fjallar um Voyager-verkefnið og Halldór um Apollo.Hvaðan kemur þessi hugmynd um geiminn hjá ykkur? „Í mínu verkefni var þetta þannig að ég var kominn með vísi að sólóverkefni, en það var alltaf pínu stefnuleysi í því sem ég var að gera. Svo allt í einu datt ég inn á það að gera konsertplötu sem væri með einhverskonar geimferða- og vísindaskáldsögu-þema og að platan sjálf væri konsertverk en ekki beint með popplögum og ekki heldur kvikmyndatónlistarplata. Þetta var konseptið sem mig vantaði til að vita hvað ég væri að gera,“ segir Úlfur og bætir við: „Hugmyndin kom líka að einhverju leyti frá því að vera að búa til hljóðheim úr analog hljómborðum, það er náttúrulega svolítið sci-fi-legt, það er vísindaskáldskapur í því hljóði. Geimurinn er endalaus innblástur líka. Ég fór að kynna mér aðeins geimferðir og Juri Gagarin,fyrsta geimfarann og ég varð til dæmis mjög innblásinn af því að lesa skýringu á því sem hann sagði þegar hann var úti í geimnum og sá jörðina þaðan í fyrsta skiptið. Verkefnið hans Halldórs er með allt öðruvísi tengingu við geiminn...“ „Verkefnið mitt heitir Poco Apollo og er í rauninni hálfpartinn tónverk og hálfpartinn innsetning sem verður aðgengilegt á netinu. NASA gaf út allar myndir sem voru teknar í Apollo-geimferðunum og byggist verkið á þeim. Það var farið alveg fjórum eða fimm sinnum til tunglsins og geimfararnir tóku ljósmyndir allan tímann til að búa til eins mikið efni og hægt var. Þetta mikla safn telur 14.000 ljósmyndir.Ég fékk þá hugmynd að búa til forrit eða vefsíðu sem getur tekið þessar myndir og búið til lítið tónverk við hverja einustu mynd með ákveðnum stærðfræði- og forritunarreglum. Útkoman verður sú að maður getur farið inn á þessa síðu, séð handahófskennda mynd og hlustað á tónverkið sem verður til út frá myndinni. Það kemur alltaf sama lag við hverja mynd, en þau eru öll frekar ólík, þannig að ég er búinn að búa til forskrift af fjórtán þúsund litlum tónverkum,“ segir Halldór Eldjárn en verkið hans kemur út 11. apríl og verður því hrint úr vör með hátíðlegri athöfn. „Ég verð með opnunarsýningu á verkinu. Það verður í gangi á Mengi á Óðinsgötu frá klukkan fimm til tíu og það verður „ribbon cutting ceremony“ klukkan fimm, þar sem ég mun opna vefsíðuna eins og embættismenn gerðu alltaf árið 1997. Ég verð með skæri og mun klippa á ethernet snúru sem opnar vefsíðuna formlega.“ Platan hans Úlfs kemur svo aftur á móti út daginn eftir eða þann 12. Apríl. Hægt er að hala niður laginu Bon Voyage á ulfureldjarn.com og síðan mun vera hægt að nálgast verkefni Halldórs á hdor.isEn eruði ekkert að vinna saman bræðurnir? „Jú. Ég er að búa til einskonar 3D upplifun af einu af lögunum af plötunni hans. Það er næsta útgáfa en það er ekki alveg tilbúið,“ segir Halldór og Úlfur bætir við, „Við erum líka að bralla ýmislegt annað saman, sem er rosalega spennandi. Sumt af því eru nú háleynilegir hlutir sem við þorum ekki að segja frá alveg strax því kannski misheppnast þeir algjörlega.“ Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
„Að mínu mati hefur tónlist og geimurinn alltaf haft einhverja tengingu. Í fornöld var tónfræði og stjörnufræði alltaf sama fagið. Menn trúðu því að það væru sömu lögmál á bakvið það hvernig stjörnurnar virkuðu og þau sem eru á bakvið tónfræðina. Ég held að þetta sé pínu tilviljun að við séum báðir með verkefni sem eru tengd geimnum svona – en við höfum svo sem haft áhuga á svipuðum hlutum í gegnum tíðina,“ segir tónskáldið Úlfur Eldjárn en hann og Halldór bróðir hans eru báðir að fara að senda frá sér verkefni sem tengjast geimnum – Úlfur fjallar um Voyager-verkefnið og Halldór um Apollo.Hvaðan kemur þessi hugmynd um geiminn hjá ykkur? „Í mínu verkefni var þetta þannig að ég var kominn með vísi að sólóverkefni, en það var alltaf pínu stefnuleysi í því sem ég var að gera. Svo allt í einu datt ég inn á það að gera konsertplötu sem væri með einhverskonar geimferða- og vísindaskáldsögu-þema og að platan sjálf væri konsertverk en ekki beint með popplögum og ekki heldur kvikmyndatónlistarplata. Þetta var konseptið sem mig vantaði til að vita hvað ég væri að gera,“ segir Úlfur og bætir við: „Hugmyndin kom líka að einhverju leyti frá því að vera að búa til hljóðheim úr analog hljómborðum, það er náttúrulega svolítið sci-fi-legt, það er vísindaskáldskapur í því hljóði. Geimurinn er endalaus innblástur líka. Ég fór að kynna mér aðeins geimferðir og Juri Gagarin,fyrsta geimfarann og ég varð til dæmis mjög innblásinn af því að lesa skýringu á því sem hann sagði þegar hann var úti í geimnum og sá jörðina þaðan í fyrsta skiptið. Verkefnið hans Halldórs er með allt öðruvísi tengingu við geiminn...“ „Verkefnið mitt heitir Poco Apollo og er í rauninni hálfpartinn tónverk og hálfpartinn innsetning sem verður aðgengilegt á netinu. NASA gaf út allar myndir sem voru teknar í Apollo-geimferðunum og byggist verkið á þeim. Það var farið alveg fjórum eða fimm sinnum til tunglsins og geimfararnir tóku ljósmyndir allan tímann til að búa til eins mikið efni og hægt var. Þetta mikla safn telur 14.000 ljósmyndir.Ég fékk þá hugmynd að búa til forrit eða vefsíðu sem getur tekið þessar myndir og búið til lítið tónverk við hverja einustu mynd með ákveðnum stærðfræði- og forritunarreglum. Útkoman verður sú að maður getur farið inn á þessa síðu, séð handahófskennda mynd og hlustað á tónverkið sem verður til út frá myndinni. Það kemur alltaf sama lag við hverja mynd, en þau eru öll frekar ólík, þannig að ég er búinn að búa til forskrift af fjórtán þúsund litlum tónverkum,“ segir Halldór Eldjárn en verkið hans kemur út 11. apríl og verður því hrint úr vör með hátíðlegri athöfn. „Ég verð með opnunarsýningu á verkinu. Það verður í gangi á Mengi á Óðinsgötu frá klukkan fimm til tíu og það verður „ribbon cutting ceremony“ klukkan fimm, þar sem ég mun opna vefsíðuna eins og embættismenn gerðu alltaf árið 1997. Ég verð með skæri og mun klippa á ethernet snúru sem opnar vefsíðuna formlega.“ Platan hans Úlfs kemur svo aftur á móti út daginn eftir eða þann 12. Apríl. Hægt er að hala niður laginu Bon Voyage á ulfureldjarn.com og síðan mun vera hægt að nálgast verkefni Halldórs á hdor.isEn eruði ekkert að vinna saman bræðurnir? „Jú. Ég er að búa til einskonar 3D upplifun af einu af lögunum af plötunni hans. Það er næsta útgáfa en það er ekki alveg tilbúið,“ segir Halldór og Úlfur bætir við, „Við erum líka að bralla ýmislegt annað saman, sem er rosalega spennandi. Sumt af því eru nú háleynilegir hlutir sem við þorum ekki að segja frá alveg strax því kannski misheppnast þeir algjörlega.“
Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning