Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2017 11:30 Svakalegt að sjá. Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira