Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Kvenflugmönnum fjölgar hratt

Sindri Sindrason skrifar

Hún er aðstoðaryfirflugstjóri hjá Icelandair og er fyrsta konan til að gegna því starfi.

Hún á mann sem einnig er flugstjóri hjá félaginu en hann minnkaði þó við sig vinnu til að sjá um heimili og börn.

Við kynntum okkur dag í lífi Lindu Gunnarsdóttur í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld en hjá Icelandair eru sextíu kvenflugmennn á móti 440 körlum en það er mun hærra hlutfall miðað við önnur flugfélög úti í heimi.

„Þróunin hefur verið hröð í rétta átt en við þurfum þó að gera betur,” segir Linda en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.