Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 20:45 Frá meðferð málsins fyrir dómstólum. vísir/eyþór Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Vísir hefur dóminn undir höndum en hann hefur ekki enn verið birtur opinberlega á vef dómstólanna. Þyngsta dóminn hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson en hann var fundinn sekur um fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, en sem starfsmaður Ríkisskattstjóra samþykkti Halldór tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikning tveggja einkahlutafélaga, samtals rúmlega 277 milljónir króna.Ákærðu ekki kennt um dráttinn á meðferð málsins Brotin voru framin á tímabilinu frá október 2009 til júlí 2010 en rannsókn málsins hófst í september það ár. Í dómi héraðsdóms er málsmeðferðin svo rakin en þar segir að skýrslum lögreglu af ákærðu og vitnum hafi að mestu verið lokið í ársbyrjun 2011. Skýrsla af einu vitni hafi verið tekin í janúar 2012 og var unnið að gagnaöflun á árinu 2010, 2013 og 2014 en um var að ræða skýrslur sem unnar voru við embætti skattrannsóknarstjóra. Rannsóknargögn málsins bárust ákæruvaldinu þann 30. júní 2014, tæpum fjórum árum eftir að rannsókn hófst, en ákæra var ekki gefin út fyrr en þann 14. mars í fyrra, að tæpum tveimur árum liðnum frá því ákæruvaldið fékk gögn málsins í hendurnar. „Af þessu er óhjákvæmilegt að draga aðra ályktun en þá að rannsókn málsins hafi ekki verið fram haldið með viðhlítandi hætti og nokkrum sinnum á árunum 2011, 2012 og 2013 hafi orðið hlé á rannsókn málsins án þess þó að rannsóknin hafi beinlínis stöðvast um lengri tíma hjá lögreglu. Þá liggur fyrir að eftir að málið barst ákæruvaldinu í lok júní 2014 liðu tæp tvö ár þangað til ákæra var gefin út. Verður ákærðu á engan hátt kennt um þennan stórfellda drátt á meðferð málsins hjá lögreglu,“ segir orðrétt í dómi héraðsdóms.Hvorki í samræmi við stjórnarskrána né Mannréttindasáttmála Evrópu Er það mat dómsins að málsmeðferðin öll sé í miklu ósamræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar annars vegar og hins vegar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Vegna dráttarins sem varð við málsmeðferðina þykir héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda alla dómana, þrátt fyrir að brot ákærðu séu alvarleg og dómarnir þungir, eða eins og segir í dómnum: „Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949 má ákveða í dómi að fresta fullnustu refsingar um tiltekinn tíma með skilyrðum sem eru tilgreind í 3. mgr. greinarinnar. Þegar brot eru alvarleg og löng refsivist er ákveðin er heimild til skilorðsbindingar alla jafna beitt af varúð. Það er dómstóla að ákveða skilorðsbindingu og eru engar skorður reistar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar.“ Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Vísir hefur dóminn undir höndum en hann hefur ekki enn verið birtur opinberlega á vef dómstólanna. Þyngsta dóminn hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson en hann var fundinn sekur um fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, en sem starfsmaður Ríkisskattstjóra samþykkti Halldór tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikning tveggja einkahlutafélaga, samtals rúmlega 277 milljónir króna.Ákærðu ekki kennt um dráttinn á meðferð málsins Brotin voru framin á tímabilinu frá október 2009 til júlí 2010 en rannsókn málsins hófst í september það ár. Í dómi héraðsdóms er málsmeðferðin svo rakin en þar segir að skýrslum lögreglu af ákærðu og vitnum hafi að mestu verið lokið í ársbyrjun 2011. Skýrsla af einu vitni hafi verið tekin í janúar 2012 og var unnið að gagnaöflun á árinu 2010, 2013 og 2014 en um var að ræða skýrslur sem unnar voru við embætti skattrannsóknarstjóra. Rannsóknargögn málsins bárust ákæruvaldinu þann 30. júní 2014, tæpum fjórum árum eftir að rannsókn hófst, en ákæra var ekki gefin út fyrr en þann 14. mars í fyrra, að tæpum tveimur árum liðnum frá því ákæruvaldið fékk gögn málsins í hendurnar. „Af þessu er óhjákvæmilegt að draga aðra ályktun en þá að rannsókn málsins hafi ekki verið fram haldið með viðhlítandi hætti og nokkrum sinnum á árunum 2011, 2012 og 2013 hafi orðið hlé á rannsókn málsins án þess þó að rannsóknin hafi beinlínis stöðvast um lengri tíma hjá lögreglu. Þá liggur fyrir að eftir að málið barst ákæruvaldinu í lok júní 2014 liðu tæp tvö ár þangað til ákæra var gefin út. Verður ákærðu á engan hátt kennt um þennan stórfellda drátt á meðferð málsins hjá lögreglu,“ segir orðrétt í dómi héraðsdóms.Hvorki í samræmi við stjórnarskrána né Mannréttindasáttmála Evrópu Er það mat dómsins að málsmeðferðin öll sé í miklu ósamræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar annars vegar og hins vegar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Vegna dráttarins sem varð við málsmeðferðina þykir héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda alla dómana, þrátt fyrir að brot ákærðu séu alvarleg og dómarnir þungir, eða eins og segir í dómnum: „Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949 má ákveða í dómi að fresta fullnustu refsingar um tiltekinn tíma með skilyrðum sem eru tilgreind í 3. mgr. greinarinnar. Þegar brot eru alvarleg og löng refsivist er ákveðin er heimild til skilorðsbindingar alla jafna beitt af varúð. Það er dómstóla að ákveða skilorðsbindingu og eru engar skorður reistar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar.“
Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?