Erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 22:47 Stór ferðadagur er á morgun en best er að hafa veðurspána á hreinu áður en lagt er í hann. Vísir/Vilhelm „Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?