Breski auðkýfingurinn vill varpa ljósi á hvað fyrir honum vakir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 16:19 Landeigandinn Jim Ratcliffe. vísir/epa „Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér. Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir,“ segir breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ratcliffe hefur vakið nokkra athygli vegna kaupa hans á jörðum hér á landi. Hann keypti til að mynda í Grímsstöðum á Fjöllum og jörðum í Vopnafirði, en tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffe fyrir kaupunum. Ratcliffe á í veiðifélaginu Streng og í pistli sínum segir hann félagið hafa eitt meginmarkmið – að vernda þá einstöku tegund sem laxinn sé, líkt og hann orðar það. „Í stuttu máli er verndunarstefna okkar að halda í hreinleika landslags og áa, hvetja til búskapar í sátt og samlyndi við ár og ástundun ábyrgrar sportveiði sem styrkir sjálfbærni til framtíðar. Við í Streng vitum að við getum lítið gert við ofveiði á laxi í sjó – slíkt er á ábyrgð stjórnvalda. En við getum skapað náttúrulegan griðastað fyrir lax á þessu afar sérstæða horni á norðaustur Íslandi og vonandi bjargað þessari einstæðu tegund,“ segir hann í pistlinum.Rekur stóra efnaframleiðslu Ratcliffe á og rekur fyrirtækið Ineos Group Limited, sem er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum og er fyrirtækið talið velta milljörðum punda á ári. Erlendir fjölmiðlar hafa því efast um að umhverfismálin séu manninum sérstaklega hugleikin. Ratcliffe fullyrðir hins vegar að markmið Strengs sé að finna sjálfbæra lausn til langs tíma. Fáein góðgerðafélög séu ekki lausnin. „[L]axinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 100 árin. Samspil mengunar og ofveiði hefur gengið nærri stofnum og þurrkað tegundina algjörlega út í mörgum ám.“ Hann segir að kaup sín á jörðum í nágrenni við ár á Norðurausturlandi, þá sérstaklega í kringum Vopnafjörð, séu til þess að eiga atkvæðisrétt í veiðifélögum. „Þar sem við höfum keypt jarðir höfum við hvatt bændur til að halda áfram búskap á þessum fjarlæga hluta Íslands.“ Þá segir hann tilganginn með kaupunum á Grímsstöðum að vernda og varðveita viðkvæmt vistkerfi mikilvægra áa.Hálfgerður huldumaður Jafnframt tekur Ratcliffe það fram að hann hafi skapað sína auðlegð sjálfur. Hann hafi alist upp í fátækum hluta Manchester en borið gæfu til þess að byggja upp farsælt fyrirtæki. Á grundvelli þess árangurs sé hann í aðstöðu til að hjálpa á sviðum sem hann tleji að eigi skilið athygli.Ítarlega hefur verið fjallað um Jim Ratcliffe, kaup hans á jörðum hér á landi og fyrirtæki hans úti í heimi, í Fréttablaðinu. Þar var greint frá því að Ratcliffe sé hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi og að lítið beri á honum persónulega, öfugt við umsvif viðskiptaveldis hans. Þá fjallaði breska blaðið Guardian um Ineos, fyrirtæki Ratcliffe, í september síðastliðnum og áform þess um að hefja vinnslu á jarðgasi í Bretlandi með svokölluðu bergbroti, sem hefur verið umdeild aðferð við orkuöflun víða um heim.Lesa má pistil Jim Ratcliffe í heild hér.
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00
Veiðiklúbburinn Strengur Á síðustu vikum hefur mér orðið æ ljósara að hlutdeild mín í veiðiklúbbnum Streng hefur vakið athygli fjölmiðla og ég taldi ráðlegt að ég varpaði ljósi á hvað fyrir okkur vakir. 18. apríl 2017 07:00
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45