Lífið

Klámsíða hrellir notendur með drepfyndnu aprílgabbi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Síðan þakkar gestum fyrir að deila myndbandinu sem klikkað var á.
Síðan þakkar gestum fyrir að deila myndbandinu sem klikkað var á. Vísir/Skjáskot
Dagurinn í dag fór vart fram hjá notendum klámsíðunnar Pornhub, en aðstandendur síðunnar nýttu daginn vel til þess að hrekkja gesti síðunnar, sem margir vilja eflaust halda netrápi sínu leyndu.

Hrekkurinn er afar einfaldur en í hvert sinn sem klikkað er á myndband á síðunni til áhorfs birtist notendum gluggi á skjáinn, þar sem þeim er þakkað fyrir að hafa deilt myndbandinu á samfélagsmiðlum.

Notendur geta svo smellt á takka þar sem þeir þakka vefsíðunni fyrir deilinguna eða þá til þess að mótmæla deilingunni og hætta við. Þegar klikkað er á annanhvorn takkann birtist hinsvegar gluggi þar sem fram kemur að hér sé svo sannarlega um aprílgabb að ræða.

Ljóst er að margir notendur síðunnar hafa hrokkið í kút og mörgum eflaust þótt þetta uppátæki óþægilegt.

Vísir/Skjáskot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×