Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2017 16:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33