Vill losna við Klepps-nafnið Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Manda Jónsdóttir , deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Fréttablaðið/Ernir Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hugrenningatengsl almennings við Klepp eru of neikvæð og mikilvægt að hætta notkun nafnsins. Hugmyndir almennings um Klepp eru litaðar af Englum alheimsins sem er kennd í grunnskólum landsins og er dragbítur á starf stofnunarinnar. „Að skipta út nafninu er einn þeirra hluta sem þarf að gera til að leysa þau hugrenningatengsl sem eru til í samfélaginu gagnvart stofnuninni,“ segir Manda Jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala, öðru nafni Kleppsspítala. Hún nefnir að orðið hafi verið notað lengi í neikvæðri merkingu og sjúklingar upplifa Klepp eins og endastöð þar sem bati sé mjög ólíklegur. „Hins vegar er raunin allt önnur, hér er meðallengd innlagnar í kringum þrjá til sex mánuði og meðalaldur sjúklinga ekki nema 24 ár, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Manda. „Margir telja þetta vera hæli þar sem allir eru vistmenn og dæmi eru um að sjúklingar afþakki endurhæfingarinnlögn til okkar vegna hræðslunnar við að vera „klepparar“.“ Hún ræddi stöðu Kleppsspítala á ráðstefnu um geðheilbrigðismál í gær. Yfirskrift málþingsins var „Við erum ÖLL vistmenn á Kleppi“. Manda telur þetta orðalag óheppilegt. „Við myndum aldrei halda ráðstefnu um fötlun með yfirskriftinni að við værum öll þroskaheft á sambýli til að mynda.“ Ein frægasta sagan um Kleppsspítala er skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins. Manda telur bókina gera starfið hennar mun erfiðara. „Bókin er kennd öllum grunnskólabörnum og býr til neikvæð hugrenningatengsl þar sem allir fremja sjálfsmorð. Ég er mjög hrifin af bókinni en hún er dragbítur á mitt starf,“ segir Manda en gamlar og úreltar lækningaaðferðir eru viðhafðar í skáldsögunni. „Við myndum aldrei kenna skáldsögu um eldgamlar sykursýkislækningar þar sem allir missa útlimi vitandi að fjölmargir nemendur myndu fá sykursýki seinna á ævinni.“ Hún telur rétt að íhuga það að breyta nafninu á Kleppi. Nýtt nafn gæti verið Landspítalinn við Elliðaárvog.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira