Heimsfrægir í Armeníu Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. apríl 2017 10:00 Keli trommari Agent Fresco var nýlega í risastóru viðtali við trommaranörda blaðið Drumhead Magazine. Vísir/ Ernir „Jú, það höldum við, það hefur allavega enginn komið fram og leiðrétt þetta. Við töluðum við ÚTÓN og þeir staðfestu þetta og síðan voru allir úti að segja þetta við okkur. Við vissum ekki neitt og vorum ekkert að pæla í þessu en síðan fannst okkur þetta bara svo kúl þegar allir voru að segja þetta við okkur. Ég kaupi þetta eiginlega ekki en mér finnst það samt kúl,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli, trommuleikari sveitarinnar Agent Fresco, þegar blaðamaður spurði hann hvort það væri satt að sveitin væri sú fyrsta frá Íslandi til að spila í Armeníu – en Arnór Dan, söngvari sveitarinnar, greindi frá þessu á Twitter á miðvikudaginn.Hvernig var svo Armenía? „Það var bara alveg klikkað. Þetta er held ég skrítnasti staður sem við höfum spilað á – ég veit eiginlega enn þá ekkert um þetta land nema að þetta er þarna við hliðina á Sýrlandi og Írak. En það er alveg mjög kúl.“Hvernig var stemmingin – líður þér eins og þið séuð frægir í Armeníu núna? „Það var stemming þarna og já, við erum alveg „huge“ í Armeníu – heimsfrægir í Armeníu,“ segir Keli hlæjandi. „Það er mjög skrítið að fara svona langt í burtu og fólk þekkir lögin okkar. Við spiluðum þarna eina tónleika á festivali. Þetta voru sko alveg sex flug á einni helgi – mjög gaman,“ segir Keli sem hefur farið í ansi mörg flug upp á síðkastið enda hefur Agent Fresco verið að túra töluvert upp á síðkastið en Keli segir þá samt vera að hægja á sér svolítið núna. „Við erum að minnka þetta því að við erum að semja nýja plötu. Þetta eru bara svona vel valdir tónleikar núna þessa dagana.“ Spurður út í nýju plötuna segir Keli hana vera á algjöru byrjunarstigi svo að það er aðeins of snemmt að byrja að tala um dagsetningar og annað í sambandi við hana – en það er óhætt að segja að aðdáendur Agent Fresco geti glaðst við fréttirnar. Plata þeirra drengja, Destrier, var á nánast öllum betri topplistum fyrir árið 2015, meðal annars í Fréttablaðinu þar sem hún vermdi þriðja sætið. Einnig hafa þeir hlotið gríðarmikið lof fyrir tónleika sína en The Independent lofaði þá í hástert fyrir frammistöðu sína á hátíðinni Be Prog! My Friend í fyrrasumar og sagði sveitina auk þess vera eina mest spennandi hljómsveit í heiminum í dag. Keli var svo í stærðarinnar viðtali í Drumhead Magazine á dögunum. Blaðamaður viðurkennir vankunnáttu sína í trommuumfjöllun en Keli segir um að ræða annað besta trommutímarit heims, sem samkvæmt honum er víst stór bransi þar sem tvö tímarit standi upp úr – Drumhead Magazine er annað þeirra. „Þetta er blað fyrir trommara – eða fyrir fólk sem hefur áhuga á að lesa um trommur. Sko, hinum almenna borgara finnst þetta kannski ekkert rosalega skemmtilegt, en mér finnst þetta alveg geðveikt. Þetta voru alveg fjórar opnur – myndir og viðtal og allt,“ segir Keli ákaflega stoltur og það má hann líka alveg vera. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
„Jú, það höldum við, það hefur allavega enginn komið fram og leiðrétt þetta. Við töluðum við ÚTÓN og þeir staðfestu þetta og síðan voru allir úti að segja þetta við okkur. Við vissum ekki neitt og vorum ekkert að pæla í þessu en síðan fannst okkur þetta bara svo kúl þegar allir voru að segja þetta við okkur. Ég kaupi þetta eiginlega ekki en mér finnst það samt kúl,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli, trommuleikari sveitarinnar Agent Fresco, þegar blaðamaður spurði hann hvort það væri satt að sveitin væri sú fyrsta frá Íslandi til að spila í Armeníu – en Arnór Dan, söngvari sveitarinnar, greindi frá þessu á Twitter á miðvikudaginn.Hvernig var svo Armenía? „Það var bara alveg klikkað. Þetta er held ég skrítnasti staður sem við höfum spilað á – ég veit eiginlega enn þá ekkert um þetta land nema að þetta er þarna við hliðina á Sýrlandi og Írak. En það er alveg mjög kúl.“Hvernig var stemmingin – líður þér eins og þið séuð frægir í Armeníu núna? „Það var stemming þarna og já, við erum alveg „huge“ í Armeníu – heimsfrægir í Armeníu,“ segir Keli hlæjandi. „Það er mjög skrítið að fara svona langt í burtu og fólk þekkir lögin okkar. Við spiluðum þarna eina tónleika á festivali. Þetta voru sko alveg sex flug á einni helgi – mjög gaman,“ segir Keli sem hefur farið í ansi mörg flug upp á síðkastið enda hefur Agent Fresco verið að túra töluvert upp á síðkastið en Keli segir þá samt vera að hægja á sér svolítið núna. „Við erum að minnka þetta því að við erum að semja nýja plötu. Þetta eru bara svona vel valdir tónleikar núna þessa dagana.“ Spurður út í nýju plötuna segir Keli hana vera á algjöru byrjunarstigi svo að það er aðeins of snemmt að byrja að tala um dagsetningar og annað í sambandi við hana – en það er óhætt að segja að aðdáendur Agent Fresco geti glaðst við fréttirnar. Plata þeirra drengja, Destrier, var á nánast öllum betri topplistum fyrir árið 2015, meðal annars í Fréttablaðinu þar sem hún vermdi þriðja sætið. Einnig hafa þeir hlotið gríðarmikið lof fyrir tónleika sína en The Independent lofaði þá í hástert fyrir frammistöðu sína á hátíðinni Be Prog! My Friend í fyrrasumar og sagði sveitina auk þess vera eina mest spennandi hljómsveit í heiminum í dag. Keli var svo í stærðarinnar viðtali í Drumhead Magazine á dögunum. Blaðamaður viðurkennir vankunnáttu sína í trommuumfjöllun en Keli segir um að ræða annað besta trommutímarit heims, sem samkvæmt honum er víst stór bransi þar sem tvö tímarit standi upp úr – Drumhead Magazine er annað þeirra. „Þetta er blað fyrir trommara – eða fyrir fólk sem hefur áhuga á að lesa um trommur. Sko, hinum almenna borgara finnst þetta kannski ekkert rosalega skemmtilegt, en mér finnst þetta alveg geðveikt. Þetta voru alveg fjórar opnur – myndir og viðtal og allt,“ segir Keli ákaflega stoltur og það má hann líka alveg vera.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira