Allir í spreng í Útvarpshúsinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2017 11:01 Vart má á milli sjá hvort óvirk klósett eða kaffileysi fari meira fyrir brjóstið á RUV-urum. Vísir/Ernir Neyðarástand ríkir nú í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Kaldavatnið er farið af húsinu en gröfumenn tóku í sundur leiðslu í framkvæmdum sem eru við húsið, eftir að RUV ohf seldi bita af lóð sinni til að fjármagna starfsemina. Ekkert kalt vatn er í klósetti né vöskum. Þetta kom fram í orðsendingu sem starfsmenn RUV fengu í morgunsárið og var ekki vitað hvenær viðgerð lýkur. Við frekari eftirgrennslan, þá samkvæmt samtali við Orkuveituna, er talið að viðgerð geti tekið allt að fjóra tíma. Starfsmenn RUV eru um 300 auk þess sem Reykjavíkurborg er með starfsemi í húsinu, á efri hæðum. RUV-arar verða því að halda í sér, því klósettin í húsinu eru ekki virk. Nema menn bregði sér út undir húsvegg að gömlum góðum sið. Í samtali við ónefndan RUV-ara er það þó ekki síst sú staðreynd að vatnsleysið gerir allar kaffivélar óvirkar. „Menn reita hár sitt og skegg,“ segir starfsmaðurinn. Þetta setur alla starfsemi í uppnám. Hlustendur útvarpsrása Ríkisútvarpsins ættu því ekki láta sér það koma á óvart þó gremju gæti í tóni útvarpsfólksins á öldum ljósvakans.Uppfært klukkan 13:30Tveir ferðakamrar hafa verið settir upp til að hjálpa þeim sem brátt er í brók á meðan kalda vatnsins nýtur ekki við.Þjóðhátíðin kom snemma í ár! Það er verið að setja upp útiklósett fyrir utan RÚV. #kaldavatnið— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) April 4, 2017 Þessir kamrar eru komnir til að bjarga málunum í Efstaleiti.Vísir/Ernir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Kaldavatnið er farið af húsinu en gröfumenn tóku í sundur leiðslu í framkvæmdum sem eru við húsið, eftir að RUV ohf seldi bita af lóð sinni til að fjármagna starfsemina. Ekkert kalt vatn er í klósetti né vöskum. Þetta kom fram í orðsendingu sem starfsmenn RUV fengu í morgunsárið og var ekki vitað hvenær viðgerð lýkur. Við frekari eftirgrennslan, þá samkvæmt samtali við Orkuveituna, er talið að viðgerð geti tekið allt að fjóra tíma. Starfsmenn RUV eru um 300 auk þess sem Reykjavíkurborg er með starfsemi í húsinu, á efri hæðum. RUV-arar verða því að halda í sér, því klósettin í húsinu eru ekki virk. Nema menn bregði sér út undir húsvegg að gömlum góðum sið. Í samtali við ónefndan RUV-ara er það þó ekki síst sú staðreynd að vatnsleysið gerir allar kaffivélar óvirkar. „Menn reita hár sitt og skegg,“ segir starfsmaðurinn. Þetta setur alla starfsemi í uppnám. Hlustendur útvarpsrása Ríkisútvarpsins ættu því ekki láta sér það koma á óvart þó gremju gæti í tóni útvarpsfólksins á öldum ljósvakans.Uppfært klukkan 13:30Tveir ferðakamrar hafa verið settir upp til að hjálpa þeim sem brátt er í brók á meðan kalda vatnsins nýtur ekki við.Þjóðhátíðin kom snemma í ár! Það er verið að setja upp útiklósett fyrir utan RÚV. #kaldavatnið— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) April 4, 2017 Þessir kamrar eru komnir til að bjarga málunum í Efstaleiti.Vísir/Ernir
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira