Dró sambýliskonu sína fram úr rúminu á hárinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 20:38 Árásin átti sér stað á sameiginlegu heimili fólksins í Hveragerði. vísir/vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fimmtugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína og brotið gegn nálgunarbanni. Honum var gert að greiða tæplega eina milljón króna í málskostnað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa í september í fyrra veist með höggum að þáverandi sambýliskonu sinni þar sem hún lá í rúmi sínu, slegið hana í annan handlegginn með hurðakarmslista og í kjölfarið dregið hana fram úr rúminu á hárinu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í nálgunarbann gegn konunni en samkvæmt ákæru braut hann tólf sinnum gegn banninu með símtölum, smáskilaboðum og tölvupóstum. Þá var maðurinn jafnframt ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa í nóvember síðastliðnum gengið berserksgang inni á sameiginlegu heimili hans og konunnar í Hveragerði, skemmt fjölmarga húsmuni, þar á meðal hljómlistarbúnað, eldhús- og rafmagnstæki, brotið gler og handfang á bakaraofni, skorið sófasessur og fleira. Tjónið var metið á rúmlega 1,3 milljónir króna. Konan dró hins vegar til baka kæru vegna eignaspjalla. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir birtingu ákæru í Lögbirtingablaðinu. Þar var honum gert kunnugt að sæki hann ekki þing megi hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brotið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði gerst sekur um fyrrnefnda háttsemi og dæmdi hann í fjögurra mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fimmtugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína og brotið gegn nálgunarbanni. Honum var gert að greiða tæplega eina milljón króna í málskostnað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa í september í fyrra veist með höggum að þáverandi sambýliskonu sinni þar sem hún lá í rúmi sínu, slegið hana í annan handlegginn með hurðakarmslista og í kjölfarið dregið hana fram úr rúminu á hárinu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í nálgunarbann gegn konunni en samkvæmt ákæru braut hann tólf sinnum gegn banninu með símtölum, smáskilaboðum og tölvupóstum. Þá var maðurinn jafnframt ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa í nóvember síðastliðnum gengið berserksgang inni á sameiginlegu heimili hans og konunnar í Hveragerði, skemmt fjölmarga húsmuni, þar á meðal hljómlistarbúnað, eldhús- og rafmagnstæki, brotið gler og handfang á bakaraofni, skorið sófasessur og fleira. Tjónið var metið á rúmlega 1,3 milljónir króna. Konan dró hins vegar til baka kæru vegna eignaspjalla. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir birtingu ákæru í Lögbirtingablaðinu. Þar var honum gert kunnugt að sæki hann ekki þing megi hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brotið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði gerst sekur um fyrrnefnda háttsemi og dæmdi hann í fjögurra mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Sjá meira