Allir á tánum vegna risaborðspils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. vísir/ernir Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira