Innlent

Hælisleitendur hittast á hjólaverkstæði og gera upp gömul hjól

Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Verkefnið hefur gengið framar vonum og hafa fjölmargir lagt því lið.
Verkefnið hefur gengið framar vonum og hafa fjölmargir lagt því lið.

Á Brekkustíg í Reykjavík er hjólaverkstæði þar sem hælisleitendur eiga þess kost að koma og gera upp gömul hjól svo þeir geti komist leiða sinna um bæinn. Hjólafærni á Íslandi, í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi, Sorpu, Reykjavíkurborg og Íslenska fjallahjólaklúbbinn, fer fyrir verkefninu þar sem leitast er við að bjóða hælisleitendum og kvótaflóttamönnum að taka þátt í samfélagstengdum hjólaverkefnum. Verkstæðið er opið alla mánudaga og miðvikudaga,

„Okkar hlutverk er að hjólavæða Ísland þannig að við gerum gjarnan verkefni sem gætu stutt við alls konar tengingu við hjólreiðar. Þegar við gerum okkur grein fyrir að það er stór hópur af fólki á landinu sem kannski hefur lítið við að vera, tengist ekki mikið og er einangrað jafnvel í búsetu, þá veit ég að hjólreiðar eru frábær lausn,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni

Verkefnið hefur gengið framar vonum og hafa fjölmargir lagt því lið.

„Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur. Hann hefur ekki atvinnuleyfi til dæmis og á á mikill hættu á félagslegri einangrun. Þess vegna hefur þetta verkefni reynst mjög vel hingað til og er mjög vinsælt. Það er í raun biðlisti að komast hérna að í þetta litla húsnæði. Með því að gera þetta svona að þeir komi hingað sjálfir og geri við hjólin, það veitir þeim aukið eignarhald á hjólunum í staðinn fyrir að við gæfum þeim tilbúin hjól þá finna þeir líka meðfram því ákveðinn tilgang í því sem þeir eru að gera,“ segir Þórir Hall Stefánsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.

Á dögunum gaf Kex Hostel verkefninu sex ný götuhjól og eru Þórir og Sesselja afar þakklát.

„Það eru konuhópar hérna sem eru ekkert mikið á ferðinni og þær koma frá svæðum þar sem er ekki mikið um að konur kunni að hjóla. Mig langar að einbeita mér að þeim hópum svolítið og bjóða þeim að læra tökin á hjólreiðunum og þá eru þessi hjól algjörlega frábær í það.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.